Skagafjörður

Sturluhátíðin í Dölum verður haldin 13. júlí

Nú fer að styttast í árlegan viðburð. Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 13. júlí nk. Hátíðin er kennd er við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum. Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans, Staðarhóls og héraðsins. Að því loknu förum við í sögugöngu með leiðsögn um Staðarhól. Að lokinni þessari dagskrá á Staðarhóli verður haldið að Laugum í Sælingsdal, þar sem dagskráin heldur áfram og verða bornar fram kaffiveitingar, í boði Sturlufélagsins, að gildum og góðum íslenskum sið.
Meira

Einungis skal nota maíspoka undir lífrænan úrgang í Skagafirði

Á heimasíðu Skagafjarðar er góð ábending til íbúa Skagafjarðar sem og gesta að einungis er tekið á móti lífrænum úrgangi í jarðgeranlegum maíspokum. Bréfpokana sem þekkjast víða annars staðar skal ekki nota undir lífrænan úrgang. Ástæðan fyrir þessu er að lífrænn úrgangur er sendur til Jarðgerðarstöðvarinnar Moltu og tækin sem notuð eru þar til þess að vinna úrganginn geta stíflast og eyðilagst ef notaðir eru bréfpokar.
Meira

Styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og opnar fyrir skráningu þann 2. júlí. Ungmennasamband Skagafjarðar mun niðurgreiða skráningargjald fyrir alla keppendur frá Skagafirði sem eru 9.400 kr. og lýkur skráningu þann 29. júlí. Öll ungmenni frá aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks og er ekki skylirði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag. 
Meira

U20 strákarnir í 1. sæti í riðlinum

Í gær spiluðu strákarnir í U20 ára karlalið Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð í sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Södertalje, lokatölur 82-78 í mögnuðum sigri. Ísland er því í 1. sæti í sínum riðli en næsti leikur er gegn Danmörku á morgun, laugardag, kl. 14:00. Danir sitja í síðasta sæti í riðlunum og hafa tapað báðum leikjunum sínum.
Meira

Reynir Bjarkan og félagar í U20 unnu fyrsta leikinn

Reynir Bjarkan Róbertsson og félagar í undir 20 ára lið karla í körfubolta lagði Eistland í gær í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en í dag kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.
Meira

Mannabreytingar hjá Farskólanum

Breytingar hafa verið og verða hjá Farskólanum á Sauðárkróki á næstu misserum en í apríl var auglýst eftir verkefnastjóra og í byrjun júní var auglýst eftir framkvæmdastjóra. Í stöðu verkefnastjóra var Þórhildur M. Jónsdóttir ráðin, eða Tóta eins og flestir þekkja hana, en í stöðu framkvæmdastjóra hefur enn ekki verið ráðið en umsóknarfrestur rann út þann 15. júní sl. Það er Bryndís Þráinsdóttir sem gegnir þeirri stöðu í dag en hún hefur sagt stafi sínu lausu.
Meira

Skagfirskir Blikar með smá Húnvetnsku ívafi gera gott körfuboltamót í Danmörku

Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja í körfubolta, Breiðablik, höfnuðu um síðustu helgi í 2. sæti á alþjóðlegu móti sem nefnist Copenhagen Invitational og fór fram í Kaupmannahöfn. Í fyrra var Feykir með frétt um efnilega körfuboltadrengi í MB11 sem væru með skagfirskt blóð í æðum í liði Breiðabliks og nú voru þessir drengir aftur á ferðinni og gerðu heldur betur gott mót.
Meira

Skellur í Kaplakrika

Lið Tindastóls mætti Ferskum Hafnfirðingum í gærkvöldi í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn reyndist gestunum erfiður því lið FH náði snemma tveggja marka forystu sem getur reynst þrautin þyngri að vinna upp. Stólastúlkur minnkuðu muninn í síðari hálfleik en heimastúlkur voru sprækar á lokakaflanum og bættu við tveimur mörkum. Lokatölur 4-1.
Meira

Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.
Meira

Skagabyggð hlýtur styrk frá Vegagerðinni

Á vef Skagabyggðar segir að Vegagerðin hafi samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2024 til verkefnisins "Styrkvegir í Skagabyggð" að upphæð kr. 3.000.000 og er styrkþegi Skagabyggð.
Meira