Skagafjörður

Mynd Óskars Páls, Árnar þagna, sýnd í Króksbíó

Óskar Páll Sveinsson ætlar að koma á heimaslóðir og bjóða Skagfirðingum í bíó. Næstkomandi mánudag kl. 20. sýnir hann í Sauðárkróksbíói heimildamyndina Árnar þagna sem fjallar um áhrif sjókvíaeldis á laxi á lífríki og afkomu fjölskyldna í sveitum Íslands og Noregs sem hafa byggt lífsafkomu sína á hlunnindum af sjálfbærum stangveiðum í margar kynslóðir.
Meira

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar | Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar, ásamt sjávarútvegi. Landbúnaður er í senn undirstaða byggðar í landinu, gríðarlega mikilvægur fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar og lífstíll þeirra sem hann stunda. Þess vegna er mikilvægt að um landbúnað og matvælaframleiðslu ríki þjóðarsátt.
Meira

Á sterka minningu um boltaleik með langafa sínum

Ólafur Adolfsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi. Ólafur er í sambandi með Margréti Birgisdóttur lyfjafræðingi og á hann tvö uppkomin börn, tvö barnabörn og tvö stjúpbörn. Ólafur er alinn upp í Ólafsvík og hefur auk þess átt heima um skemmri eða lengri tíma á Akranesi, í Reykjavík og á Sauðárkróki og er í dag með lögheimili á Akranesi. Hann er lyfjafræðingur og lyfsali, á og rekur fjórar lyfjabúðir sem eru staðsettar á Akranesi, í Borgarnesi, í Ólafsvík og í Vesturbæ Reykjavíkur.
Meira

Rótarýklúbburinn býður til ókeypis jólahlaðborðs í tíunda sinn

Það styttist í aðventuna og í Skagafirði verða ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi laugardaginn 30. nóvember. Sama dag standa Rótarýfélagar fyrir jólahlaðborði í íþróttahúsinu en þangað er öllum boðið og borða saman hangikjöt eða hamborgarhrygg og annað sem nauðsynlegt er. „Okkur Rótarýfélögum finnst þetta afskaplega gefandi, skemmtilegt og mikilvægt verkefni þar sem við sýnum í verki að við viljum láta gott af okkur leiða fyrir samfélagið,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, forseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks, í spjalli við Feyki.
Meira

Óvissa í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms varðandi undanþágu frá samkeppnislögum

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu sl. mánudag að breytingar á búvörulögum, þar sem framleiðendafélögum var veitt undanþága frá ákvæðum samkeppnislaga, sem samþykktar voru á Alþingi í mars síðastliðnum, hefðu strítt gegn áskildum fjölda umræðna á Alþingi og hafi af þeim sökum ekki lagagildi. Eins og greint hefur verið frá þá keypti Kaupfélag Skagfirðinga í kjölfarið Kjarnafæði - Norðlenska og var langt komið með að kaupa B.Jensen í Eyjafirði.
Meira

Horfði á alþingisrásina eftir skóla

María Rut Kristinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Norðvestur kjördæmi. María er gift Ingileif Friðriksdóttur, eiga þær saman þrjú börn og einn hund. Búsettar í Reykjavík en alltaf með annan fótinn á Flateyri og Ísafirði. María hef starfað sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar síðan 2017 (með stuttu hléi).
Meira

Engin eftirspurn eftir vindorkuverum | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda.
Meira

Kosningar til Alþingis | Högni Elfar Gylfason skrifar

Undanfarið hefur mikill hamagangur verið í landsmálunum og pólitíkinni. Hin ólánlega ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk með látum og boðað hefur verið til alþingiskosninga. Ekki er með góðu móti hægt að halda því fram að landsmenn hafi orðið hissa eftir óstjórn og síendurtekin átök innan stjórnarinnar. Reyndar gerði nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, tilraun til að telja fólki trú um að hún hefði orðið hissa, en þær tilraunir hafa í besta falli vakið mönnum kátínu eftir þær yfirlýsingar og afarkosti sem hún og landsfundur VG settu samstarfsflokkum sínum fyrir skemmstu.
Meira

Skólastúlkur hársbreidd frá sigri í Keflavík

Stólastúlkur fengu verðugt verkefni í kvöld þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Keflavíkur í Blue-höllina í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna. Stelpurnar okkar stóðu vel fyrir sínu en á lokamínútunum dró örlítið af liðinu og meistararnir mörðu sigur með einu stigi. Lokatölur 90-89,
Meira

Kjördæmaþáttur RÚV í beinu streymi á Feyki

Klukkan 18:10 í kvöld hefst fundur oddvita allra framboða í Norðvesturkjördæmi sem bjóða fram til kosninganna 30. nóvember nk. Þátturinn verður sendur út frá Ráðhúsi Akraneskaupstaðar en umfjölluninni stýra fréttamenn Ríkisútvarpsins, Freyr Gígja Gunnarsson og Gréta Sigríður Einarsdóttir. Allir oddvitar hafa boðað komu sína.
Meira