Sturluhátíðin í Dölum verður haldin 13. júlí
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
28.06.2024
kl. 11.30
Nú fer að styttast í árlegan viðburð. Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 13. júlí nk. Hátíðin er kennd er við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum. Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans, Staðarhóls og héraðsins. Að því loknu förum við í sögugöngu með leiðsögn um Staðarhól. Að lokinni þessari dagskrá á Staðarhóli verður haldið að Laugum í Sælingsdal, þar sem dagskráin heldur áfram og verða bornar fram kaffiveitingar, í boði Sturlufélagsins, að gildum og góðum íslenskum sið.
Meira