Skagafjörður

Fornleifauppgröftur á Höfnum á Skaga gengur vel

Vinna við fornleifauppgröft í viku þrjú á Höfnum á Skaga gekk vel en þar hafa fornleifafræðingar og starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga unnið við björgunarrannsóknir á aldagömlum minjum sem eru við það að hverfa í hafið. Í frétt á síðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að veðrið í síðustu viku hafi ekki alveg vitað hvernig það átti að vera og blés stundum hressilega. „Það stöðvaði ekki starfsfólkið við störf sín – einungis drónann við myndatökur,“ segir í fréttinni.
Meira

Húnasjóður auglýsir eftir umsóknum

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira

Kalt og blautt minningarmót GSS

Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag. 
Meira

ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.
Meira

Vilt þú eignast félagsheimili í Skagafirði?

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja söluferli félagsheimilisins í Hegranesi, Ljósheima og Skagasels. Í tengslum við þá vinnu býður byggðarráð Skagafjarðar íbúum sem áhuga hafa á til samtals um fyrirhugaða sölu.
Meira

Slæmt ástand í vegamálum landsmanna

Skagfirðingar og samgöngumál voru nokkuð í fréttum nú um helgina. Þannig sagði Morgunblaðið frá því að nú væri svo komið að munni Strákaganga væri í lausu lofti og þá sagði Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, í viðtali við Moggann að Hringvegurinn væri ónýtur að stórum hluta.
Meira

Verbúðin í boði VG! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég segi mig úr VG vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu! VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.
Meira

Húnvetningar upp fyrir miðju

Kormákur/Hvöt og Tindastóll voru í eldlínunni í fótboltanum í dag og spiluðu bæði á útivelli. Húnvetningar nældu í mjög mikilvæg þrjú stig suður með sjó en Stólarnir urðu að sætta sig við jafnan hlut í leik sínum gegn Árborg á Selfossi.
Meira

Indverskur kjúklingaréttur með jógúrtsósu

Matgæðingar vikunnar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Sólrún er fædd og uppalin á Hofsósi en Óli er úr Mosfellsbænum. Þau hafa búið saman á Hofsósi frá byrjun 2019 og eiga þrjár dætur, þær Freyju, Hörpu og Karólínu.
Meira

Israel Martin og Hlynur Freyr taka við Stólastúlkum í körfunni

Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls kemur fram að deildin hefur samið við Israel Martín Concepción um að taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna og honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Króksarinn Hlynur Freyr Einarsson. Þetta eru aldeilis jákvæðar fréttir fyrir Tindastólsfólk og það verður sannarlega spennandi að fylgjast með Stólastúlkum berjast í Subway-deildinni næsta vetur.
Meira