Skagafjörður

Frábært veður á Sjóvá Smábæjaleikunum

Það var líf og fjör á Blönduósi sl. helgi þegar bærinn fylltist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjaleikunum. Þetta var í 20. skiptið sem mótið var haldið og keppt var í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 5.,6.,7., og 8., flokki. Mótið heppnaðist einstaklega vel og gaman að veðrið lék við foreldra og keppendur alla helgina.
Meira

Rabarbarahátíð á Blönduósi þann 29. júní

Á Blönduósi í gamla bænum verður Rabarbarahátíð eða Rhubarb Festival haldin hátíðleg laugardaginn 29. júní frá kl. 12-17. Megin ástæða fyrir þessari skemmtilegu nýung er að heiðra minningu forfeðra okkar og formæðra sem nýttu rabarbarann eða tröllasúruna, eins og sumir kalla hann, mikið betur og þótti hin mesta búbót hér áður fyrr. Í dag vex rabarbarinn mjög víða í gamla bænum en er, því miður, lítið sem ekkert nýttur. Það er því tilvalið að vekja aftur upp áhugann á því að nýta hið fjölæra grænmeti sem rabarbarinn er og fræða fólk um sögu hans bæði hérlendis sem og erlendis.
Meira

Enn er skíðað í Tindastólnum

Íslenska landsliðið í skíðum æfði á skíðasvæði Tindastóls í gærdag en RÚV hefur eftir Sigurði Haukssyni, forstöðumanni skíðasvæðis Tindastóls, að hann muni ekki eftir að hafa skíðað í kringum sumarsólstöður áður. Níu manns voru við æfingar í gær, sextán ára og eldri, og gátu nýtt sér allan daginn.
Meira

Dúddarnir trúlega tromp kvöldsins

Einn af fylgifiskum sumarsins á Sauðárkróki eru tónleikarnir Græni Salurinn sem venju samkvæmt fara fram í gömlu góðu Bifröst – þó ekki í Græna salnum. Feykir spurði Ægi Ásbjörnsson, megin drifkraft tónleikanna, örlítið út í viðburðinn sem hefjast kl. 20:30 föstudagskvöldið 21. júní.
Meira

Vill að Hólar verði á pari við Þingvelli

Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, lagði út frá því í ávarpi sem hún flutti við brautskráningarhátíð skólans, að Háskólinn á Hólum skipti máli og mikilvægt sé að hann haldi áfram að vaxa og dafna. Hún telur að þrennt þurfi að gerast til að nýta tækifærin til fulls til að efla skólann.
Meira

Laddi og Jón Gnarr með Hvanndælsbræðrum í Hofi

Þar sem hæstvirtir Hvanndalsbræður hafa nú tengingu í Húnaþing vestra er allt í lagi að segja frá því að þeir hyggjast nú endurtaka leikinn frá því í fyrra en þá ætlaði allt um koll að keyra í menningahúsinu Hofi á Akureyri fyrir norðan í bókstaflegri merkingu því bræðurnir komu keyrandi á bíl inn á sviðið. Það er ekki útlit fyrir minna sprell að þessu sinni en Fjörleikahús Hvanndalsbræðra stígur á svið þann 21. september á slaginu 21.
Meira

Gígja, Brynjar Morgan og Sísi fóru á kostum

Golfarar hjá Golfklúbbi Skagafjarðar stunda sveifluna af kappi þessa dagana. Í gær fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki annað mótið í Esju mótaröðinni og þar voru það þrír ungir golfarar sem slógu heldur betur í gegn.
Meira

Vill að tjónþolar fái afurðatjón í kjölfar sumarhretsins bætt

Dagana 3. til 8. júní gekk yfir Norðurland slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda. Veðrið hafði mikil og neikvæð áhrif á búfénað, jarðrækt bænda og á aðra þá sem eiga sitt undir því komið að tíðarfarið sé betra en var þessa daga. Matvælaráðuneytið skipaði viðbragðshóp meðan á veðrinu stóð og skorar Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar á viðbragðshópinn að ná fram heildstæðu mati á því tjóni sem bændur í öllum greinum urðu fyrir og að í framhaldinu fái tjónþolar afurðatjón sitt bætt.
Meira

„Gull af mönnum er lag sem kemur öllum í gang“ | ALEX BJARTUR

Það er óhætt að fullyrða að loks þegar Litla hryllingsbúð Leikfélags Sauðárkróks var opnuð þá hafi Skagfirðingar og nærsveitungar átt bágt með að halda sig fjarri. Þeir voru margir flottir söngvararnir sem hófu upp raust sína á sviðinu í Bifröst, margir þeirra þekktar stærðir hér heima, en einn söngvarinn/leikarinn kom skemmtilega á óvart. Það var Alex Bjartur Konráðsson (árgangur 2002) sem söng fyrir Blómið. Geggjuð rödd.
Meira

Stólarnir skelltu Sandgerðingum

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Meira