Skagafjörður

Lambakonfekt, fylltar beikondöðlur og skyrterta

Matgæðingar í tbl 24, 2021, voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson en það voru Vigdís og Þröstur á Skagaströnd sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir matgæðingar og höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er yfirmaður íþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem verða 15 og 19 á þessu ári. 
Meira

Hugsið ykkur ef allir lifðu í friði!

Sagt var frá því á Feyki fyrr í vikunni að Gleðibankinn á Skagaströnd hefði hvatt íbúa til að mæta á íþróttasvæðið í hádeginu í gær til að mynda friðarmerki úr manneskjum. Skagstrendingar lágu ekki á liði sínu og fjölmenntu á svæðið, mynduðu tákn friðar og gjörningurinn var tekinn upp á drónamyndband og nú má sjá afraksturinn.
Meira

„Mikil sóknarfæri á næstu árum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir við setningu Búgreinaþings

Fyrsta búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands var sett við hátíðlega athöfn á Hótel Natura í Reykjavík í gær undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis fluttu erindi og í framhaldinu héldu búgreinadeildirnar sína fundi. Trausti Hjálmarsson var kjörinn nýr formaður í morgun.
Meira

Messa í Hofsóskirkju aflýst

Því miður þarf að aflýsa æskulýðsmessu sem fyrirhugað var að hafa í Hofsóskirkju sunnudaginn 6. mars kl. 11:00. Nýr messutími verður auglýstur síðar.
Meira

Viðar tilbúinn í troðslu í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mætast í 18. umferð Subway deildarinnar

Það verður risaleikur í Síkinu á Króknum í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mætast í 18. umferð Subway deildar karla. Heimamenn allir eru klárir í leikinn, bæði liðið og stuðningsmenn líka sem boðað hafa hitting á Sauðá fyrir leik. Það er ljóst að baráttan er mikil um sæti í úrslitakeppninni en átta efstu liðin fá keppnisréttinn sem öll lið sækjast eftir. Tindastóll er nú í 7. sæti, tveimur stigum ofar en ÍR, Breiðablik og KR sem öll eru með 14 stig og öll að berjast fyrir sæti í lokakeppninni.
Meira

Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Meira

„Dagurinn var mjög góður en við stefnum á hefðbundinn öskudag að ári“

Kórónuveirufaraldurinn fer nú um eins og stormsveipur en vonast er til að þjóðin myndi hjarðónæmi áður en langt um líður. Það eru því ansi margir sem verða að gjöra svo vel að dúsa heima þessa dagana; sumir finna fyrir litlum einkennum en aðrir eru ekki svo heppnir. Ljóst er að flestir vildu vera án þessa vágests. En það var öskudagur í gær og þeir sem ekki komust út úr húsi en voru heima með börnin sín þurftu að láta reyna á þær gráu til að gera það besta úr stöðunni. Það virtist hafa tekist með ágætum hjá þeim hjónum, Gesti Sigurjóns, kennara við Árskóla, og Ernu Nielsen, starfsmanni leikskólans Ársala á Króknum.
Meira

Verðum að tryggja öryggi og velferð okkar fólks, segir forstjóri MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna atviks þar sem veist var að starfsmanni stofnunarinnar þegar hann var að sinna eftirliti. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að um sé að ræða þriðja tilvikið á sl. þremur árum en allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar er kært til lögreglu.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kjúklingasúpa og brauðbollur með fetaosti

Matgæðingur vikunnar er Halla Rut Stefánsdóttir en hún er dóttir hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Stefáns Gíslasonar. Halla ólst upp í Varmahlíð en er búsett á Hofsósi í dag en þar starfar hún sem prestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Halla gefur hér með uppskrift af súpu sem hún gerir oft og finnst alltaf jafn góð.
Meira

„Brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu“

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Rússar hófu innrás í Úkraínu fyrir viku með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa svæðisins. Í fundargerð byggðarráðs Svf. Skagafjarðar frá í gær segir að byggðarráð fordæmi harðlega innrás Rússa og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar.
Meira