Skagafjörður

1604 holur farnar í golfmaraþoninu á Hlíðarendavelli

Það var líf og fjör á golfvellinum í gær þegar Golfmaraþon Barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram í frábæru veðri í gær. Markmið hópsins var að ná að fara 1000 holur á einum degi og var stór hluti af þeim krökkum sem hafa verið á æfingum í sumar þátttakendur en einnig máttu foreldrar, ömmur, afar, systkini, frændur, frænkur og auðvitað meðlimir Golfklúbbs Skagafjarðar leggja hönd á plóg og hjálpa krökkunum að ná settu marki.
Meira

Svo virðist sem aðgerðir í leikskólamálum hafi skilað góðum árangri í Skagafirði

Farið var yfir stöðu mála í skólum Skagafjarðar í gær á fundi fræðslunefndar með tilliti til starfsemi vetrarins, mannaráðningar og ýmissa annarra þátta í skólastarfi en fræðslunefnd samþykkti á fundi sínum í júní sl. ýmsar aðgerðir sem ráðist var í til að auðvelda mönnun í leikskólum.
Meira

Framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks ganga vel

Seinni part janúarmánuðar samdi svf. Skagafjörður við skagfirska byggingaverktakann Uppsteypu um áfanga II við uppbyggiingu Sundlaugar Sauðárkróks og hefur vinna við laugina staðið yfir síðan í mars. Trausti Valur Traustason hjá Uppsteypu segir framkvæmdir ganga vel og þeir Uppsteypumenn séu bjartsýnir á að klára verkið á tilsettum tíma. Verklok eru áætluð 30. október 2022.
Meira

Níutíu skagfirskir kylfingar fóru örugglega á kostum í Borgarnesi

Það voru örugglega ekki slegin mörg vindhögg í Borgarnesi um liðna helgi þegar skagfirska sveiflan var tekin til kostanna á Skagfirðingamóti – golfmóti burtfluttra Skagfirðinga, sem þar fór fram á Hamarsvellinum góðal. Níutíu keppendur nutu sín í sól og blíðu en auk þeirra fékk á annan tug innfluttra danskra golfara að taka þátt í þessu eðalmóti.
Meira

Úthlutun lóða í Varmahlíð, Sauðárkróki og Steinsstöðum

Skagafjörður auglýsir á heimasíðu sinni lausar lóðir til úthlutunar í Varmahlíð, Sauðárkróki og sumarhúsabyggð við Steinsstaði. Á Sauðárkróki eru fjórar parhúsalóðir til úthlutunar við Nestún, tíu einbýlishúsalóðir, tvær raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir í Varmahlíð og fjórar frístundalóðir á Steinsstöðum.
Meira

Góð aðsókn að Sauðfjársetrinu í sumar :: Íslandsmót í hrútadómum haldið 21. ágúst

Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14:00. Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út

Út er komin ljóðabókin Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, grunnskólakennara á Króknum. Hér er um að ræða myndskreytta vísnabók um nokkur algeng íslensk dýr fyrir alla aldurshópa.
Meira

FISK Seafood afhendir Háskólanum á Hólum húsnæði sitt í Hjaltadal

Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Starfsemin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári færast á tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal. Húsnæðið var áður í eigu FISK Seafood en hefur nú verið gefið skólanum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. Með þessu undirstrikar FISK Seafood vilja sinn til þess að styðja áfram við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á sviði rannsókna og kennslu.
Meira

Skrifstofur ráðherra um land allt

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga við um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Áætlað er að hafa eina starfstöð á Norðurlandi vestra en hún verður tekin í gagnið á næsta ári gangi áætlanir eftir og verður hún staðsett á Sauðárkróki.
Meira

Kom ekki upp einu orði – segir Reynir Snær

„Ég var að útskrifast úr BA námi í músik við Liverpool Institute for Performing Art sem ég kláraði 2020. Heimsfaraldur gerði það að verkum að ekki var hægt að halda útskrift fyrr en núna í sumar. Skólinn nýtur styrkja frá McCartney,“ tjáði gítarséníið Reynir Snær Magnússon Feyki þegar forvitnast var um hvernig það kom til að hann greip í spaðann á aðal spaðanum í Liverpool, Paul McCarteny, en sjá mátti mynd af atvikinu á Facebook-síðu Reynis Snæs.
Meira