1604 holur farnar í golfmaraþoninu á Hlíðarendavelli
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
19.08.2022
kl. 09.29
Það var líf og fjör á golfvellinum í gær þegar Golfmaraþon Barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram í frábæru veðri í gær. Markmið hópsins var að ná að fara 1000 holur á einum degi og var stór hluti af þeim krökkum sem hafa verið á æfingum í sumar þátttakendur en einnig máttu foreldrar, ömmur, afar, systkini, frændur, frænkur og auðvitað meðlimir Golfklúbbs Skagafjarðar leggja hönd á plóg og hjálpa krökkunum að ná settu marki.
Meira