Skagafjörður

Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.
Meira

Fullnægjandi gæði neysluvatnsins á Hofsósi

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að sýni staðfesti að gæði neysluvatnsins á Hofsósi séu fullnægjandi. „Það er því ekki nein þörf á því lengur að sjóða neysluvatnið á Hofsósi.“
Meira

Gul veðurviðvörun í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra en þar ríkir allhvöss norðanátt samfara mikilli rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Þá má búast við vexti í ám og lækjum og auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni þar sem það á við. Á vef Vegagerðarinnar segir að krapi sé á Holtavörðuheiði, snjóþekja á Þverárfjalli og hálkublettir á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði.
Meira

Háskólinn á Hólum eykur samstarf við aðra háskóla

Sem lítill, en framsækinn háskóli hefur Háskólinn á Hólum beitt sér fyrir auknu samstarfi við aðra háskóla. Með því er hægt að samnýta styrki skólanna og minnka kostnað beggja aðila. Fyrsta samstarfsverkefnið í þessari umferð var á sviði mannauðsráðgjafar. Þar sáu bæði Háskólinn á Hólum og Listaháskóli Íslands möguleika á að bæta þjónustu til starfsmanna sinna með samstarfi á milli skólanna. Því ákváðu skólarnir að ráða í nýja stöðu, þar sem skólarnir deila mannauðsráðgjafa.
Meira

Kaldavatnið á Hofsósi komið í lag

Niðurstöður sýnatöku neysluvatns á Hofsósi sýna að vatnið er hreint. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagafjarðarveitna.
Meira

Kveðja til íbúa Fjallabyggðar

Karlmaður var stunginn til bana á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags og er þrennt í gæsluvarðhaldi í kjölfarið; tvær konur og einn karl. Í yfirlýsingu frá bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur, kemur fram að samfélagið sé harmi slegið í kjölfar atburðarins. Nágrannasveitarfélögin Skagafjörður og Dalvíkurbyggð hafa fyrir hönd íbúa sent innilegar samúðarkveðjur til íbúa Fjallabyggðar.
Meira

Stúlkan með lævirkjaröddina lést þann 25. september

Erla Þorsteinsdóttir söngkona er látin 89 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunarheimili í Holbæk Danmörku þann sl., þekkt sem stúlkan með lævirkjaröddina. Söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár en hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni og fjölskyldu. Eiginmaður Erlu var Poul Dancell, látinn 1989, og eignuðust þau fjögur börn Paul, Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein og David Konrad. Synirnir þrír eru allir búsettir í Danmörku en dóttirin býr í Hollandi.
Meira

Brúðuleikhús er hreint alls ekki bara fyrir börn :: Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga

Um næstu helgi fer fram alþjóðlega brúðulistahátíðin HIP Fest (Hvammstangi International Puppetry Festival). Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram en hún hefst föstudaginn 7. október og stendur fram á sunnudag 9. október. Mikilvægt að mynda góð tengsl við þessa erlendu listamenn upp á framtíðar samvinnu, segir Greta Clough.
Meira

Bjarni væntir þess að sem flestir þingmenn NV kjördæmis leggist á árarnar í varaflugvallarmálinu

„Það er vaxandi stuðningur við varaflugvöll á Sauðárkróki, bæði í samfélaginu og meðal þingmanna,“ segir Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Feyki en hann lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að gerð verði ítarleg athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, er meðflutningsmaður.
Meira

Tap gegn Ármanni eftir hörkuleik

Lið Ármanns og Tindastóls mættust í hörkuleik í 1. deild kvenna í körfubolta en lið heimastúlkna var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í vor, vann deildina en tapaði fyrir ÍR í fimm leikja seríu um sætið í Subway-deild kvenna. Það mátti því búast við erfiðum leik í gær en leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Ármann undirtökunum. Stólastúlkur gáfu þó ekkert eftir, komust yfir þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en endaspretturinn var Ármanns. Lokatölur 78-66.
Meira