Kaldavatnið á Hofsósi komið í lag

Niðurstöður sýnatöku neysluvatns á Hofsósi sýna að vatnið er hreint. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagafjarðarveitna.

Í síðustu viku kom í ljós að geislatæki við neysluvatn Hofsósbúa hafði bilað með þeim afleiðingum að mengað vatn hafði komist í kerfið. Að sögn Steins Leós Sveinssonar, sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar kom mengunin í ljós við reglubundið eftirlit heilbrigðiseftirlits NV. Strax var brugðist við með því að bæta klór í vatnstankinn samkvæmt leiðbeiningum þeirra.

Undirbúningur að viðgerð hófst þegar í stað og er nú lokið. Á heimasíðu SKV segir að gott sé að láta renna úr krönum í um 10 mínútur til að hreinsa lagnir og er þá óhætt að neyta vatnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir