Skagafjörður

Varahlutur í geislatæki vatnsveitunnar á Hofsósi á leið norður

Undirbúningur vegna viðgerðar á geislatækinu sem bilaði í vatnsveitu Hofsóss fer nú fram og er varahlutur á leið norður. Að sögn Steins Leós Sveinssonar, sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar verður hægt að hefja viðgerð á morgun eða þegar varahluturinn berst. Íbúar hvattir til að halda áfram að sjóða vatn fyrir neyslu.
Meira

Vilja slá upptakt að „framhaldslífi“ Byggðasögu Skagafjarðar :: Málþing um áhrif Byggðasöguritunar

Málþing um áhrif byggðasöguritunar verður haldið næsta föstudag, 30. september, milli kl. 10 og 18 að Hólum í Hjaltadal. Fjallað verður um ritun byggðasögu frá ýmsum hliðum í tilefni af því að lokið er útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar. Reynt verður að svara því hver áhrif slíks verks kann að vera á byggðaþróun, ferðaþjónustu, minjavörslu, ímyndarsköpun og sagnfræði? Málþingið er í boði Sögufélags Skagfirðinga og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og styrkir Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga þingið.
Meira

Það væri gaman að sjá þig, en ekki koma samt! Leiðari Feykis

Við lifum á skrýtnum tímum og maður er stundum alveg ruglaður um það hvað má og hvað ekki og er ég þá ekki að vísa í nýtt lag sem slegið hefur í gegn á öldum ljósvakans. Ég varð bara dapur yfir þeim fréttum, sem reyndar eru ekki nýjar af nálinni, að heimsókn frá grunnskólabörnum í Laugarneskirkju verði afþökkuð á komandi aðventu. Ekki það að ég eigi einhverra hagsmuna að gæta um kirkjuheimsóknir um landið heldur hitt að mér finnst það ekki samræmast gildum samfélagsins að sá sem ekki vill þiggja boðið skemmir fyrir hinum sem vilja.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Skilaboðaskjóðuna í Miðgarði

Leikfélag Sauðárkróks þurfti að bregða út af vananum þetta haustið og flytja uppsetningu haustsverkefnisins fram í Miðgarð þar sem Bifröst er ekki í standi til sýnaingarhalds. Framkvæmdir í húsinu hafa tafist en þar er verið að koma fyrir lyftu fyrir hreyfihamlaða.
Meira

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins

Fótbolti.net hefur kynnt val sitt á liði ársins í Lengjudeild kvenna sem lauk á dögunum en það voru FH og Tindastóll sem flugu upp úr deildinni og leika því í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Fjórar Stólastúlkur eru í liði ársins eða jafnmargar og FH-stúlkurnar. Varnarjaxlar Tindastóls, María Dögg Jóhannesdóttir og Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði, eru í liði ársins sem og Hugrún Pálsdóttir og Murielle Tiernan.
Meira

Sjóða ber neysluvatnið á Hofsósi

Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók á Hofsósi, innihéldi Escherichia coli (E. coli) gerla í talsverðu magni eða 140/100ml og ráðleggur Heilbrigðiseftirlitið, í samráði við Matvælastofnun MAST, að neysluvatnið á Hofsósi, sé soðið fyrir neyslu.
Meira

Áttatíu stunda nám í fiskeldi við Háskólann á Hólum

Fjallað var um þá miklu aukningu sem orðið hefur í nemendafjölda í fiskeldi við Háskólann á Hólum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Háskólinn á Hólum í forystuhlutverki, segir í frétt á heimasíðu skólans.
Meira

Þekkir þú krakka í 6. og 7. bekk?

Þá væri gaman að kanna hvort þeir hafi ekki áhuga á að taka þátt í Krakkakviss því Stöð 2 leitar nú að krökkum á aldrinum 11 og 12 ára (6. og 7. bekk) til að taka þátt í nýrri þáttaröð.
Meira

Tíu nýsköpunarteymi á Norðurlandi valin í Vaxtarrými

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðanátt*.
Meira

Tæpur 29 milljóna króna halli á HSN

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn fimmtudaginn 22. september sl. þar sem kynntar voru helstu niðurstöður rekstrarársins 2021. Helstu niðurstöður rekstrarársins eru að stofnunin var rekin með.
Meira