Litlu mátti muna að illa færi er gangnamaður lenti í sjálfheldu
feykir.is
Skagafjörður
21.09.2022
kl. 08.54
Gangnamaður lenti í sjálfheldu í klettabelti í fjalllendi í Unadal í austanverðum Skagafirði sl. föstudag. Björgunarsveitir í Skagafirði, auk fjallabjörgunarfólks í Eyjafirði, voru kallaðar út og segir í Facebook-færslu Skagfirðingasveitar að verkefnið hafi verið krefjandi. „Til allrar lukku komst þyrlan fljótlega á vettvang og sigmaður hennar seig eftir manninum,“ segir í færslunni.
Meira