Nýr deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

Ásta Hermannsdóttir fornleifafræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Á Facebook-síðu safnsins kemur fram að undanfarin ár hafi Ásta starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Minjastofnun Íslands.

„Ásta bjó í eitt ár í Skagafirði, 2019-2020, og var þá með starfsstöð á skrifstofu Minjastofnunar í Villa Nova á Sauðárkróki, og kynntist því góða samfélagi sem í Skagafirði er. Við bjóðum Ástu hjartanlega velkomna til starfa!“ segir í frétt Byggðasafns Skagfirðinga.

Ásta tekur við starfinu af Brendu Prehal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir