Skagafjörður

Skagfirðingasveit með nýjan bíl á 112 deginum

Næstkomandi föstudag, þann 10. febrúar, stendur til að lögreglan, slökkviliðið og Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fari á rúntinn á Sauðárkróki. Áætlað er að kíkja á leikskólann Ársali, bæði við Árkíl og á Víðigrund, og í Árskóla. Rúnturinn hefst klukkan 10.00 um morguninn og geta bæjarbúar átt von á því að heyra sírenuvæl og sjá blá blikkandi ljós um bæinn. Tilefnið er hinn árlegi 112 dagurinn sem haldinn er ár hvert til að minna á neyðarnúmer landsmanna.
Meira

Íbúum fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum nema á Norðurlandi Vestra

Þjóðskrá hefur birt samantekt sína um íbúafjölda eftir sveitarfélögum í febrúar 2023 og kemur þar fram að meðan fækkar á Norðurlandi vestra, fjölgar íbúum eða stendur í stað í öðrum landshlutum. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 601 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. febrúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 99 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 18 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 159 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 88 íbúa, eftir því sem fram kemur á skra.is.
Meira

Skagfirskir sauðfjárbændur verðlauna úrvals ræktendur

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði héldu aðalfund sinn þann 1. febrúar á Löngumýri og voru veitt verðlaun fyrir framleiðsluárin 2021 og 2022 þar sem ekki náðist að halda aðalfund á seinasta ári. Veitt voru verðlaun í níu flokkum fyrir árin tvö og fengu verðlaunahafar viðurkenningarskjöl og rós frá Starrastöðum og hrútarnir fengu farandgrip til vörslu í eitt ár.
Meira

Liggur við akkeri á Skagafirði og bíður veðrið af sér

Flutningaskip, sem liggur við akkeri rétt utan Sauðárkrókshafnar, hefur vakið óskipta athygli héraðsbúa enda skær ljós þess áberandi þegar tekur að skyggja. Samkvæmt upplýsingum frá Skagafjarðarhöfnum kom skipið síðastliðinn fimmtudag með 800 tonn af asfalti fyrir Vegagerðina og var ætlunin að leggja af stað þá á Ísafjörð en bað um að vera við bryggju áfram vegna veðurs.
Meira

Sr. Aldís Rut ráðin prestur við Hafnarfjarðarkirkju

Nýlega auglýsti Biskup Íslands eftir presti við Hafnarfjarðarkirkju hvar sjö aðilar sóttu um starfið en Skagfirðingurinn sr. Aldís Rut Gísladóttir var ráðin. Sr. Aldís Rut er fædd á Sauðárkróki þann 5. febrúar árið 1989 en alin upp í Glaumbæ í Skagafirði. Hún er yngst fjögurra systkina, en hún er dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða.
Meira

Afurðahæstu búin 2022 í Skagafirði voru Ytri-Hofdalir með mestu verðefni og Daufá með mestu meðalnyt

Á aðalfundi Félags kúabænda í Skagafirði í síðustu viku voru í fyrsta skipti afhent verðlaun fyrir afurðahæsta búið 2022 í Skagafirði fyrir mestu verðefni og fóru þau til Ytri-Hofdala sem voru með samtals 634 kg verðefni (7.596 kg mjólk *( 4,86% fita + 3,49% prótein)). Afurðahæsta búið 2022 í Skagafirði fyrir mestu meðalnyt er hins vegar, alls 8.264 kg/árskú af mjólk. Daufá var einnig með hæstu meðalnytina á Norðurlandi vestra og í 7. sæti yfir allt landið.
Meira

100 daga hátíð 1. bekkinga í Árskóla

Í gær var skemmtilegur dagur í 1. bekk Árskóla á Sauðárkróki því þá héldu nemendur og kennarar svokallaða 100 daga hátíð. Tilefnið var að í gær var hundraðasti skóladagurinn hjá nemendum 1. bekkjar en í allan vetur hafa skóladagarnir hafist á því að nemendur og kennarar telja saman dagana og skipta í tugi og einingar.
Meira

Búist við snælduvitlausu veðri í fyrramálið

Það er ekki allt gott sem kemur með sunnanáttinni en snemma í fyrramálið tekur í gildi gular og appelsínugular veðurviðvaranir, fyrst á Suðurlandi og Faxaflóasvæðinu en hver landshlutinn á fætur öðrum fær á sig rauðgulan lit nema Vestfirðir sem einungis fá skærgulan. Spáð er sunnan stormi, roki og sums staðar ofsaveðri, 20-30 m/s, með slyddu eða snjókomu.
Meira

Haldið upp á Dag leikskólans með fjöldasöng í Kaupfélaginu

Í dag sjötta febrúar er haldið upp á Dag leikskólans víða um land en á heimasíðu Kennarasambands Íslands segir að um er merkisdag sé að ræða í sögu leikskólans því að á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Á Sauðárkróki mættu nemendur leikskólans Ársala í Skagfirðingabúð og sungu fyrir gesti og gangandi.
Meira

Kindum komið til byggða úr Hrolleifsdal

„Lengi von á einni! segir í skilaboðum Jónínu Bragadóttur til Feykis en það var gott betur en það því tvær kindur fundust í Hrolleifsdal sl. laugardag 4. febrúar. Eins og myndin sýnir nutu leitarmenn hjálpar hunda frá Arnarstöðum sið að handsama féð og voru þeir fljótir að króa þær af.
Meira