Skagafjörður

Skellur þegar Stólastúlkur lutu í gras gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum

Það voru ekki jafn ánægjuleg úrslit í dag hjá Stólastúlkum í tuðrusparkinu og í körfuboltanum. Fótboltastelpurnar okkar mættu liði Stjörnunnar í Miðgarði í Garðabæ í Lengjubikarnum en Garðbæingar enduðu í öðru sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar og ætla sér örugglega að bæta þann árangur. Kristján Guðmunds og félagar hafa m.a. bætt Gunnhildu Yrsu landsliðskonu í sinn hóp. Andstæðingar Stólastúlkna í dag voru því feikisterkir og lokatölur 6-0.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á b-liði Blika

Stólastúlkur tóku á móti b-liði Breiðabliks í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Liðin eru langneðst í deildinni en Blikar hafa ekki unnið leik en lið Tindastóls hafði aðeins unnið tvo leiki og báða gegn stúlkunum úr Kópavogi. Það varð engin breyting á í dag því heimastúlkur unnu öruggan sigur líkt og í fyrri leikjum. Lokatölur 93-41.
Meira

Kótilettur – grísa og lamba - uppskriftir

Hver elskar ekki kótilettur..... hér koma tvær uppskriftir fyrir þá sem langar að prufa eitthvað nýtt með kótiletturnar annað en að raspa þær:)
Meira

Lara Margrét og Rakel Sjöfn til liðs við Stólastúlkur

Það var ekki einungis Laufey Harpa sem bættist í gær í hóp Stólastúlkna fyrir Bestu deildar sumarið því Vatnsdælingurinn Lara Margrét Jónsdóttir og Akureyringurinn Rakel Sjöfn Stefánsdóttir hafa einnig skipt yfir í Tindastól. Báðar komu þær við sögu með liði Tindastóls í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Meira

Rannsókn lokið á skotárás á Blönduósi og málið sent til héraðssaksóknara

Rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst seinasta sumars er lokið og kemur fram í tilkynningu frá embættinu að rannsóknin hafi leitt í ljós að árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola á Blönduósi og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu, með sjö haglaskot meðferðis.
Meira

Laufey Harpa Halldórsdóttir snýr aftur heim!

Tindastóll hefur komist að samkomulagi við Breiðablik um að fá Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur að láni út tímabilið fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Hana þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Tindastóls enda fædd og uppalin á Króknum. „Það eru gríðarlega stórar fréttir fyrir okkur að við erum búin að fá Laufey Hörpu Halldórsdóttur aftur heim i Tindastól frá Breiðablik. Laufey á svo sannarlega eftir að styrkja okkar lið til muna og það er mikið fagnaðarefni að fá heimastelpu aftur á Sauðárkrók,“ segir Donni þjálfari.
Meira

„Alls ekki útpæld hugmynd, pínu galin, en ég sé ekki eftir neinu“

„Ég heiti Hafrún Anna og er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Móðir mín, Gígja, og stjúpi minn, Jón Olgeir, búa á Króknum, nánar tiltekið í Brekkutúninu sem ég ber miklar taugar til og kalla enn þann dag í dag „heima“ þrátt fyrir að hafa ekki búið þar í yfir 25 ár.“ Já, síðasti þáttur Dags í lífi brottfluttra fór með okkur frá Tene til Færeyja en nú heimsækjum við Hafrúnu Önnu sem býr í Veróna á Ítalíu með Óskari, manninum sínum sem starfar sem framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðs, og fjórum prinsum sem eru á aldrinum 3-12 ára.
Meira

Byggðasaga Skagafjarðar tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2022

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis voru kynntar miðvikudaginn 8. febrúar í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófinni, af formanni Hagþenkis, Gunnari Þór Bjarnasyni. Hjalti Pálsson, Byggðasöguritari á Sauðárkróki, er í hópi tíu útvalinna að þessu sinni.
Meira

Gular og appelsínugular viðvaranir fram á sunnudag

Suðvestan hvassviðri eða stormur verður seint í kvöld og suðvestan stormur eða rok víða um land á morgun með kunnuglegum veðurviðvörunum, gulum og appelsínugulum. Á Norðurlandi vestra tekur gul viðvörun gildi seint í kvöld með sunnan og suðvestan hvassviðri eða stormi sem breytist appelsínugult ástand á hádegi á morgun með roki allt upp í 28 m/s.
Meira

Óskað eftir tilnefningum fyrir landbúnaðarverðlaun matvælaráðuneytisins

Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing og því óskar úthlutunarnefnd á vegum matvælaráðuneytisins eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári.
Meira