Haldið upp á Dag leikskólans með fjöldasöng í Kaupfélaginu

Í dag sjötta febrúar er haldið upp á Dag leikskólans víða um land en á heimasíðu Kennarasambands Íslands segir að um er merkisdag sé að ræða í sögu leikskólans því að á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Á Sauðárkróki mættu nemendur leikskólans Ársala í Skagfirðingabúð og sungu fyrir gesti og gangandi.

Dagur leikskólans hefur verið haldinn hátíðlegur um langt árabil með það að markmiði að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Einkunnarorð dagsins eru Við bjóðum góðan dag – alla daga!

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, og Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, viðurkenninguna Orðsporið við hátíðlega athöfn í morgun.

Hefð hefur skapast fyrir því að afhenda Orðsporið, hvatningarverðlaun leikskólans, á Degi leikskólans og í ár hlýtur Hafnarfjarðarbær 2023 fyrir að samræma starfstíma í leikskólum og grunnskólum bæjarins og gera þannig skólaárið á þessum tveimur skólastigum sambærilegt. Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið til að stíga þetta skref. Sjá nánar HÉR.

Hér fyrir neðan má sjá unga fólkið á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki syngja fyrir gesti og gangandi í Skagfirðingabúð í morgun við góðar undirtektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir