100 daga hátíð 1. bekkinga í Árskóla

Nemendur glaðbeittir á 100 daga hátíðinni. MYND AF VEF ÁRSKÓLA
Nemendur glaðbeittir á 100 daga hátíðinni. MYND AF VEF ÁRSKÓLA

Í gær var skemmtilegur dagur í 1. bekk Árskóla á Sauðárkróki því þá héldu nemendur og kennarar svokallaða 100 daga hátíð. Tilefnið var að í gær var hundraðasti skóladagurinn hjá nemendum 1. bekkjar en í allan vetur hafa skóladagarnir hafist á því að nemendur og kennarar telja saman dagana og skipta í tugi og einingar.

„Krakkarnir bjuggu til kramarhús sem þeir settu góðgæti í, tíu stykki af tíu tegundum. Í íþróttatímanum var stöðvaþjálfun og gerðu krakkarnir tíu æfingar á tíu stöðvum. Í lok skóladagsins horfðu þau á teiknimyndina 101 Dalmatíuhundar og gæddu sér á góðgætinu úr kramarhúsunum,“ segir í frétt á heimasíðu Árskóla.

Í dag, þriðjudaginn 7. febrúar, fellur skólahald niður í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna sökum veðurs. Í Höfðaskóla á Skagaströnd var ákveðið að hefja kennslu kl. 10 þar sem reiknað er með að veðrið verði þá gengið niður. Skólahald virðist samkvæmt venju annars staðar á Norðurlandi vestra en skólaakstur fellur niður við Grunnskóla Húnaþings vestra í dag. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum skólanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir