Skagafjörður

Sorptunnum dreift á heimili í Skagafirði næstu daga

Um áramót tóku gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs á Íslandi sem hafa umtalsverð áhrif á sorphirðu um land allt. Sveitarfélagið Skagafjörður setti á heimasíðu sína upplýsingar um þær breytingar sem í vændum eru í Skagafirði á næstu vikum.
Meira

Magnaður endurkomusigur Stólanna í Smáranum

Það voru alls konar ævintýri í heimi íþróttanna þessa helgina. Í Smáranum í Kópavogi tóku Blikar á móti liði Tindastóls í Subway-deildinni í körfubolta og þar voru sviptingar. Heimamenn leiddu með 15 stigum í hálfleik og voru 21 stigi yfir þegar 16 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Pavel leikhlé og kannski sagði hann liðinu sínu að vinna leikinn eða eitthvað annað en það var nú bara það sem gerðist. Á örskotsstundu voru Stólarnir komnir á fullu gasi inn í leikinn og fjórum mínútum síðar var nánast orðið klárt mál hvort liðið tæki stigin með sér heim. Lokatölur í hressilegum leik voru 94-100 fyrir Tindastól.
Meira

Lið Tindastóls náði í sætan sigur í Síkinu í gær

Það voru ekki bara Stólastúlkur í fótboltanum sem gerðu vel í gær því Stólastúlkur í körfunni hristu af sér vonbrigðin úr Hveragerði á dögunum með því að leggja sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í parket í Síkinu. Lið Tindastóls átti fínan leik og vann alla leikhlutana og því sanngjarnan sigur þegar upp var staðið. Lokatölur 75-62.
Meira

Kjötsúpa og konfektkaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 42, 2022, voru Eygló Amelía Valdimarsdóttir, fædd og uppalin á Skagaströnd, og Ingvar Gýgjar Sigurðarson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Eygló er snyrtifræðingur að mennt en Ingvar er tæknifræðingur hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þau hafa búið á Króknum síðan 2014 og eiga saman þrjú börn, Valdimar Eyvar fæddan 2012, Amelíu Areyu fædda 2016 og Áróru Eldey fædda 2021.
Meira

Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu

Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni.
Meira

Diljá verður fulltrúi Íslands í Eurovision

Það var heilmikið sjó í Sjónvarpinu í kvöld þegar Íslendingar völdu Júróvisjón framlag sitt sem fær að keppa í Liverpool nú í maí. Búið var að spá rokkabillíbandinu Langa Sela og Skuggunum góðu gengi með lagið OK en það var meiri vandi að spá hvaða lag fylgdi þeim eftir í tvíhöfðann. Það fór svo að Diljá komst í úrslitin og gerði sér þá lítið fyrir og lagði Langa Sela að velli.
Meira

Stólastúlkur sýndu góðan leik í sigri á Eyjastúlkum

Lengjubikarinn fór ekki vel af stað hjá Stólastúlkum í fótboltanum. Stórir skellir litu dagsins ljós gegn liðum Stjörnunnar og Blika, sem reyndar eru með tvö af sterkustu liðum Bestu deildarinnar, og það var því ánægjulegt að sjá lið Tindastóls næla í sigur gegn ÍBV í leik liðanna sem fram fór á Akranesi í dag. Stólastúlkur sýndu góða takta og unnu sanngjarnan sigur, 3-0.
Meira

Rabb-a-babb 216: Árni á Hard Wok

Árni Björn Björnsson veitingamaður á Hard Wok Café svarar Rabb-a-babbi númer 216. Árni er af 68 kynslóðinni, það er að segja þessari sem fæddist 1968. „Made in New York, fæddur í Kópavogi, uppalinn í Grindavík,“ segir hann léttur en foreldrar Árna eru Björn Haraldsson og Guðný J. Hallgrímsdóttir.
Meira

Límónu fiskur og sykurlausar bollakökur

Matgæðingar vikunnar í tbl 41, 2022, voru Helgi Svanur Einarsson og Gígja Hrund Símonardóttir á Króknum. Gígja er fædd og uppalin í Hegranesi í Skagafirði, en Helgi er fæddur og uppalinn í Torfalækjarhreppi hinum forna í nágrenni Blönduóss og hafa þau bæði búið á Sauðárkróki síðastliðin 20 ár.
Meira

Telja mikilvægt að brugðist verði við lökum árangri í PISA-könnunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram skýrslubeiðni til mennta- og barnamálaráðherra um læsi. Skýrslubeiðnin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag en alls eru 20 flutningsmenn á málinu, þeirra á meðal ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Meira