Skagafjörður

Ragnar Helgason ráðinn í starf sérfræðings á fjölskyldusviði

Ragnar Helgason hefur verið ráðinn í starf sérfræðings á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Á Skagafjordur.is kemur fram að Ragnar taki við starfinu af Erlu Hrund Þórarinsdóttur sem lét nýlega af störfum, en hún er eiginkona Ragnars.
Meira

Nýtt veðurkort á Feyki.is í samstarfi við Bliku

Feykir hefur gert samkomulag við veðurspávefinn blika.is, sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir út, og birtir veðurspár og -athuganir á Feykir.is. Vefur Bliku var uppfærður og betrumbættur fyrr á þessu ári en hann hefur verið í loftinu frá 2019 og byggir á sömu hugmynd og yr.no þar sem hægt er að velja staðspár fyrir tæplega 10 þúsund staði hér á landi.
Meira

Frjálsíþróttakrakkar USAH stóðu sig afburða vel á Akureyrarmóti UFA

Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska var haldið í Boganum sl. laugardag þar sem keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Auk þess var boðið upp á þrautabraut fyrir níu ára og yngri. Keppendur USAH stóðu sig afburða vel og unnu til flestra gullverðlauna á mótinu eða 17 alls. Auk þess komu ellefu silfurverðlaun í hús og og þrenn brons eða 31 verðlaun í heildina. Umf. Fram var með tvenn gullverðlaun, ein silfur- og ein bronsverðlaun og Hvöt með fimmtán gull-, tíu silfur- og tvenn bronsverðlaun.
Meira

Gunnar Páll Ólafsson ráðinn í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar

Gunnar Páll Ólafsson hefur verið ráðinn í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar á veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að Gunnar Páll hafi starfað um árabil á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga í ýmsum störfum en í dag starfar hann sem þjónustu- og gæðastjóri bifreiðaverkstæðisins samhliða viðgerðum.
Meira

Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur - Bjarni Jónsson skrifar

Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi.
Meira

Byssusýning 2023 :: Veiðisafnið – Stokkseyri

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina VEIÐIHORNIÐ og SKOTGRUND - Skotfélag Snæfellsness, verður haldin laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars 2023 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.
Meira

„Loksins komnir með þjálfara sem mun koma okkur á beinu brautina“ :: Liðið mitt Elvar Örn Birgisson

Elvar Örn Birgisson, bóndi og veiðimaður á Ríp 2 í Hegranesi, er mikill áhugamaður um íþróttir og heldur með Manchester United í Ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sambúð með Elínu Petru Gunnarsdóttur og saman eiga þau þrjú börn. „Það er mikill fótboltaáhugi í fjölskyldunni og nánast allir styðja Man. Utd. þannig það var ekkert annað sem var boðið upp á í uppeldinu og þannig mun uppeldið á mínum börnum vera,“ segir hann aðspurður um uppáhalds liðið. Elvar Örn svarar hér spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Lasanja að hætti Rósinberg og brauðið góða

Að Hlíðarvegi 24 á Hvammstanga eru til heimilis Elín Jóna Rósinberg, matgæðingur úr tbl 46, 2022, Dagur Smári, einkaerfinginn hennar, og Eva Dögg, uppáhalds tengdadóttirin. Þau mæðgin hafa alla tíð búið í Húnaþingi vestra, fyrir utan námstíma Elínar, en hafa þó aldrei verið með lögheimili annars staðar og Eva Dögg er ættuð frá Hvammstanga.
Meira

Gæðingalist er keppni í þjálfun og heimavinnu, segir Fredrica Fagerlund

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er Fredrica Fagerlund á hestinum Stormi frá Yztafelli. Hún er reiðkennari frá háskólanum á Hólum, búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Sigurði H. Örnólfssyni og tveimur börnum þeirra fimm ára og fimm mánaða. Fredrica er finnsk að uppruna en flutti til Íslands fyrir þrettán árum.
Meira

Kjúklingur í pestósósu og letingjabrauð

Það eru Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson sem voru matgæðingar vikunnar í tbl 44, 2022. Kolbrún er úr Reykjavík og Atli er frá Kirkjubæjarklaustri en þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal árið 2011 en keyptu síðar jörðina Sturluhól og hafa látið fara vel um sig þar undanfarin ár. Þau eiga því í raun tvö heimili, í Skagabyggð og Húnabyggð þó að stutt sé á milli bæja.
Meira