Skagafjörður

Sælan í sveitinni :: Áskorandinn Elín Lilja Gunnarsdóttir - Vatnsnesi

Margir sem maður talar við og hafa flutt búsetu sína frá æskuslóðunum fá ansi oft heimþrá en þannig er það svo sannarlega ekki hjá mér. Ég flutti búsetu mína úr Skagafirði yfir í Húnaþing vestra árið 2016 og gæti ég ekki verið hamingjusamari með þá ákvörðun, hér höfum við, ég og maðurinn minn Elmar Baldursson, byggt upp líf okkar og framkvæmt ansi mikið á síðastliðnum árum.
Meira

Saltfiskplokkfiskur og saltfisksalat

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var að hlusta á útvarpið um daginn sem er ekki í frásögu færandi en þá var verið að tala um hvaða gamaldags mat fólki fannst bestur. Það var oftar en einu sinni nefnt fiskibollur í dós frá Ora í bæði tómatsósu og karrýsósu. Í minningunni var þetta algjört nammi og var eitt af því sem ég borðaði mjög vel af því ég var frekar matvandur krakki.
Meira

Áfangastaðurinn Norðurland vestra 2030?

Kynningarfundur í Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 2. mars n.k. kl. 16 – 18 Stefnumótun í ferðaþjónustu -Staða, ímynd og tengsl við byggðaþróun.
Meira

Blikastúlkur heimsækja Krókinn í Lengjubikarnum

Það er sturluð staðreynd að framundan er síðasta helgin í febrúar, tíminn flýgur og á morgun er fyrsti alvöru fótboltaleikurinn þetta árið á Sauðárkróksvelli. Stólastúlkur eru að undirbúa sig fyrir sumar í Bestu deildinni og taka þátt í Lengjubikarnum. Fyrstu gestir ársins á Sauðárkróksvöll eru Blikastúlkur og þar eru því engir aukvisar á ferð.
Meira

Arnar átti fínan leik gegn sterkum Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik lék gegn Evrópu- og Heimsmeisturum Spánar í Laugardalshöllinni í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM. Spánverjarnir mættu til leiks með nokkurs konar B- lið en breiddin á Spáni er mikil og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að leggja íslenska liðið. Lokatölur voru 61-80 en Norðlendingarnir í liði Íslands stóðu sig einna best; þeir Tryggvi Hlinason og Arnar Björnsson.
Meira

Öskudagurinn er einn allra besti dagur ársins

Það var öskudagur í gær og hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, vappandi um göturnar með poka í hönd eða á baki. Síðan voru fyrirtæki og stofnanir heimsótt um allar trissur og sungið í skiptum fyrir eitthvað sætt.
Meira

„Það er svo gott í hjartað að vinna leik“

Þar kom loks að því að Stólastúlkur brutu ísinn og lögðu eitthvað annað lið en Breiðablik b í parket þennan veturinn. Og það var ekki eins og það væru einhverjir aukvisar sem heimsóttu Síkið í gær því um var að ræða eitt af toppliðum deildarinnar, lið Snæfells sem hefði með sigri verið í námunda við lið Þórs Akureyri og Stjörnunnar sem eru efst í 1. deild kvenna. Góður annar leikhluti kom liði Tindastóls í bílstjórasætið og lið Snæfells náði ekki vopnum sínum enda bandarískur leikmaður liðsins eitthvað illa fyrir kölluð í gær og fékk sína fimmtu villu í upphafi þriðja leikhluta. Lokatölur 76-69.
Meira

Frábær leikhúsupplifun á Saturday night fever! Kíkt í leikhús

Klukkan er rétt að verða 20:00 á sunnudagskvöldi og Bifröst hefur opnað aftur eftir ansi langan tíma. Virkilega gaman að sjá þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsinu, enn betra hefði þó verið ef það hefði verið gert enn þá meira.
Meira

Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli sigurvegarar gæðingalistar Meistaradeildar KS

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í gærkvöldi voru Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli en þau keppa með liði Uppsteypu. Á Facebooksíðu Meistaradeildarinnar segir að um glæsilega sýningu hafi verið að ræða og loka einkunn 8,10. Tvö lið, Íbishóll og Uppsteypa, stóðu jöfn með flest stig eftir sýningar kvöldsins en skorið upp úr verðlaunum með sætaröðun knapa. Þar reyndist Íbishóll ofar en bæði lið enduðu með 59 stig.
Meira

Sorphirða og -eyðing kostar rúmlega 61 þúsund í Skagafirði

Um áramót tóku gildi ný lög er varða hringrásarhagkerfið og samkvæmt lögunum er sveitarfélögum skylt er að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu við losun sorps. Söfnun og förgun dýraleifa fellur þar undir.
Meira