Skagafjörður

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira

Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5. mars sl. á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5. mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.
Meira

Kuldi ríkjandi á næstunni þrátt fyrir aukna birtu sólar :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel og Kristján Loftur Jónsson.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira

Verum í sitt hvorum skónum 8. mars

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars beinum við sjónum að kynjamisrétti í öllum myndum og spyrjum okkur hvar skórinn kreppir að sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum kvenna um allan heim. Til að vekja athygli á misræminu milli hugsjónarinnar um fullkomið jafnrétti og veruleika kvenna þá ætla Soroptimistar um víða veröld að vera í sitt hvorum skónum þennan dag og við hvetjum öll til að gera slíkt hið sama. Við vekjum athygli á að:
Meira

Góður sigur hjá 11. flokki karla um helgina

Það var hart barist sl. sunnudag þegar Tindastóll mætti Njarðvík í 11.flokki karla í Síkinu og það var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir í leiknum og var staðan í hálfleik 38-38. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og staðan að honum loknum 54 - 52 fyrir Stólastrákum. Í byrjun fjórða leikhluta leit út fyrir að baráttan yrði sú sama en okkar strákar komust loksins á skrið og stungu gestina af og sigruðu að lokum 82-72.
Meira

Skimað fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni

Árlega greinast að meðaltali 235 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og eru þær í flestum tilvikum eldri en 50 ára. Heilbrigðisyfirvöld mæla með skimun fyrir meininu á grundvelli heildarmats á gagnlegum og skaðlegum áhrifum og hefur Landspítala verið falin framkvæmd skimana í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú í mars og fram í maí verður hins vegar farið á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni m.a. á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Nettómótið í Reykjanesbæ

Það komu þreyttir en sáttir krakkar heim í fjörðinn fagra á sunnudagskvöldinu, 5. mars, eftir viðburðaríka helgi í Reykjanesbæ en þar stóð yfir Nettómótið í körfubolta fyrir krakka á aldrinum sex ára (2016) upp í ellefu ára (2012). Alls voru þátttakendur á þessu móti 1080 talsins frá 23 félögum sem mynduðu samtals 221 lið og var spilað í fjórum íþróttahúsum, Blue höllinni og Heiðarskóla í Keflavík og svo Ljónagryfjunni og Akurskóla í Njarðvík.
Meira

Samfylkingin stefnir í ríkisstjórn

Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands sendir út ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt: „Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks. Við höfum dýrmætan tíma fram að næstu kosningum til Alþingis sem við hyggjumst nýta til fulls,“ segir í tilkynningu flokksins en Samfylkingin hefur hafið undirbúning og verður klár þegar kallið kemur; ekki bara fyrir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar heldur fyrir þau risastóru verkefni sem þá munu blasa við flokknum.
Meira

Stólar og Samherjar deildu stigunum

Meistaraflokkur karla hjá liði Tindastóls skeiðaði á ný fram á fótboltavöllinn í gær þegar þeir tóku á móti liði Samherja úr Eyjafirði í Lengjubikarnum. Liðið tók þátt í Kjarnafæðismótinu í janúar og spilaði því fyrsta alvöruleikinn undir stjórn Dom Furness í gær. Talsverður vorbragur var á leiknum og spil af skornum skammti samkvæmt upplýsingum Feykis. Lokatölur 1-1.
Meira