Skagafjörður

Ekki ákært í Blönduósmálinu

RÚV greindi frá því fyrr í dag að héraðssaksóknari muni ekki gefa út ákærur í skotárásarmálinu á Blönduósi. Tvennt lést í árásinni, byssumaðurinn sjálfur og kona á sextugsaldri.
Meira

Spánski hljómsveitarstjórinn Joaquín de la Cuesta auðgar menningarlífið norðanlands

Það var árið 2020 sem Joaquín de la Cuesta, tónlistarmaður, hljómsveitarstjóri og kennari, kom í Skagafjörðinn frá spænsku eyjunni Tenerife til að kenna við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Hann segist alltaf hafa litið á sig sem tónlistarlega eirðarlausan einstakling sem ávallt leiti að nýjum áskorunum eða markmiðum sem stuðlað geti að tónlistarmenningu hvar sem hann fer.
Meira

Loksins er hægt að halda Háskóladaginn á hefðbundinn hátt

Háskóladagurinn 2023 verður haldinn 4. mars nk. milli kl. 12:00 og 15:00 þar sem allir háskólar landsins munu kynna starfsemi sína. Dagurinn fer fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni.
Meira

Niceair bætir við flugi til Kaupmannahafnar

Niceair mun bjóða upp á flug til Kaupmannahafnar þrisvar í viku frá og með fyrsta júní.Til þessa hefur félagið flogið tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum, en hyggst nú bæta við ferðum á þriðjudögum einnig í sumar.
Meira

Sigurvin sótti aflvana bát í mynni Siglufjarðar

Í morgun, kl 11 var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar smábát sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna og var því vélarvana. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að Sigurvin hafi lagt úr höfn á Siglufirði kl 11:17, með fjögurra manna áhöfn, og hélt áleiðs að bátnum sem staddur var í mynni Siglufjarðar.
Meira

Meira og betra verknám – morgunverðarfundur á fimmtudag

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, boðar til morgunverðarfundar um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins nk. fimmtudag en samkvæmt mati ráðuneytisins á húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin mun nemendum í starfsnámi fjölga verulega og nemendum í bóknámi fækka.
Meira

Nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa

Þann 1. september 2021 tóku gildi nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa og hófst þá 18 mánaða aðlögunartímabil sem lýkur nú 1. mars næstkomandi. Á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það þýði að frá 1. mars þurfi ljósgjafar, sem á annað borð bera orkumerkingar, að bera nýju orkumerkingarnar.
Meira

Vorútsala á vellinum

Það er kannski fullsterkt í árina tekið að segja komið vor en fótboltinn er jú einn vorboðanna ljúfu. Í gær tóku Stólastúlkur á móti góðu liði Breiðabliks í Lengjubikarnum á Sauðárkróksvelli og það reyndist gestunum helst til of auðvelt að sækja stigin þrjú. Fyrri hálfleikur var ekki alslæmur hjá heimastúlkum en síðari hálfleikurinn var glataður. Lokatölur 0-8.
Meira

Kjúklingur og avokadó hamborgarar

Matgæðingur í tbl 39, 2022, var Árni Gísli Brynleifsson. „Kem úr dalnum sem guð skapaði, Hjaltadal,“ segir hann. Árni vinnur hjá langtímaleigudeild Bílaleigu Akureyrar en er með starfsstöð á Sauðárkróki. Eiginkona hans er Heiða B. Jóhannsdóttir, frá Sauðárkróki, en hún er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt og vinnur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Saman eiga þau þrjú börn; Louisu Lind (16 ára), Ingólf Snæ (9 ára) og Evu Líf (5 ára).
Meira

,, Það væri gaman að geta unnið band úr ull af kindunum hér á bænum,,

Þyrey Hlífarsdóttir heit ég, gift Degi Þór Baldvinssyni. Við eigum þrjú börn Evu Rún, Hlífar Óla og Baldvin Orra. Við búum í Víðiholti og starfa ég sem grunnskólakennari í Varmahlíðarskóla þar sem ég kenni umsjónarkennslu í 1. - 2. bekk auk þess sem ég kenni textílmennt við skólann. Ég tek glöð við áskorun frá Stefaníu ömmusystur minni um að segja aðeins frá því hvað ég er með á prjónunum,“ segur áskorandi hannyrðaþáttar Feykis að þessu sinni.
Meira