feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
18.02.2023
kl. 08.03
Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira