Skagafjörður

Fjölda lóða skilað í Nestúni og því tíu lausar

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar voru alls níu, áður úthlutuðum, íbúðarlóðum í Nestúni á Sauðárkróki skilað inn. Lausar lóðir í Skagafirði eru nú aðgengilegar í Kortasjánni á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

„Það er óútskýranlega frábær stemning hérna,“ segir Taiwo Badmus

Taiwo Badmus er 29 ára gamall írskur landsliðsmaður, ættaður frá Kongó, sem hefur glatt stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls síðustu misserin. Kappinn slagar í tvo metrana en er engu að síður snöggur og fimur og jafn líklegt að sjá hann troða með tilþrifum eða skella í eina eldflaug utan 3ja stiga línunnar. Í viðtali við Feyki segist hann svo sannarlega vera spenntur fyrir því hvert lið Tindastóls getur farið undir stjórn Pavels Ermolinski.
Meira

Vísnabókin er ómissandi á hverju heimili

Að þessu sinni er það Sara Regína Valdimarsdóttir, árgangur 1954, sem svarar Bók-haldinu. Eiginmaður er Þórarinn Magnússson bóndi á Frostastöðum en saman eiga þau sex uppkomin börn. Sara er fædd og uppalin í höfuðborginni en hefur búið í Blönduhlíðinni í fjörutíu og eitthvað ár eins og hún segir sjálf.
Meira

Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira

Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón í neyðarsöfnun

Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón krónur í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og segir Sólborg Una Pálsdóttir, formaður hennar, í frétt á raudikrossinn.is, að þetta hafi verið mögulegt vegna þess að markaður deildarinnar hafi gengið svo vel.
Meira

Saturday Night Fever í fyrsta sinn á íslensku leiksviði - Frumsýning á sunnudagskvöld

„Hver man ekki eftir John Travolta leika töffarann Tony Mareno í Saturday Night Fever og geggjuðu Bee Gees lögin sem eru í myndinni. Legendary mynd sem kom Travolta og Bee Gees á kortið og síðar heimsfrægð,“ svarar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, annar leikstjóri sýningarinnar, þegar hún er spurð út í uppfærslu Nemendafélags Fjölbrautaskólans á leikritinu Saturday Night Fever.
Meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Mat á umhverfisáhrifum

Öll sveitarfélög á Norðurlandi, eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
Meira

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll

Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
Meira

Villuráfandi ríkisstjórn - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu.
Meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en þrjátíu verkefni af öllu landinu sóttu um þátttöku í ár. Kjarnastarfsemi Norðanáttar snýr að svokölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verkefni sem taka þátt snerta öll á þessum áherslum með einum eða öðrum hætti.
Meira