Skagafjörður

Bjarni Jónsson heimsótti stríðshrjáða Úkraínu :: „Við viljum ekki tapa landinu okkar eða fullveldinu,“ sagði Zelensky forseti Úkraínu

Bjarni Jónsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður utanríkismálanefndar, heimsótti hið stríðsþjáða land Úkraínu á dögunum, réttu ári eftir innrás Rússa í landið. Mikil leynd ríkti yfir ferðum Bjarna og annarra gesta í sömu ferð og segir Bjarni m.a. að hann hafi ferðast með myrkvaðri lest yfir nótt til Kiev í Úkraínu frá Póllandi þann 22. febrúar. Til baka kom hann svo 25. sama mánaðar og tók það ferðalag um tólf klukkustundir.
Meira

Smábátahöfnin á Króknum lögð og ís hleðst upp í fjörum :: Myndband

Það er föstudagur 10. mars 2023 upp úr hádegi þegar Feykir kíkti í fjöruna við Krókinn. Ekki kaldasti dagur ársins en fjaran hvít af ís og smábátahöfnin lögð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist frostið á sjálfvirkri veðurstöð á Sauðárkróksflugvelli kl. 08:00 -9,9 °C og blés að norð-norð-austan 9 m/s. Sjávarhiti samkvæmt mæli Skagafjarðarhafna -0,42°C.
Meira

Örmagna ferðamaður sóttur á Vatnsrásarhöfuð

Síðdegis í gær, fimmtudag, óskuðu tveir ferðamenn sem voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli eftir aðstoð, þar sem annar þeirra hafði örmagnast á göngunni. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fólkið hafi verið statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði, þar sem liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Meira

Sterkur sigur í háspennuleik gegn Haukum

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í gærkvöldi en liðin hafa eldað grátt silfur saman í vetur. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur. Arnar átti stjörnuleik og þá ekki hvað síst í fyrri hálfleik en á æsispennandi lokamínútum var það Keyshawn sem dró Stólarútuna yfir endalínuna. Þetta var fyrsti sigurleikur Stólanna gegn einhverju liðanna í fjórum efstu sætum Subway-deildarinnar í vetur og virkar vonandi sem vítamínsprauta á hópinn fyrir úrslitakeppnina. Lokatölur 84-82.
Meira

Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls

„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Sannkallað fjölskyldufjör í Glaumbæ í vetrarfríinu

Um áttatíu manns lögðu leið sína í Glaumbæ og skemmtu sér saman mánudaginn 27. febrúar, en tilefnið var fjölskyldudagskrá sem Byggðasafn Skagfirðinga stóð fyrir í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði.
Meira

Bryndís Lilja Hallsdóttir ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar

Staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar var auglýst laus til umsóknar í janúar sl. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur nú ákveðið að ráða Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Alls sóttu sjö um stöðuna, þar af drógu tveir umsóknir sínar til baka.
Meira

Júróvisíon-stemning hjá Kvennakórnum Sóldísi - Góð upphitun fyrir úrslitakvöldið um síðustu helgi

Júróvision-upphitunin náði hámarki um helgina þegar ljóst varð hver verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva sem fram fer í Liverpool á Englandi í maí. Þar náði Diljá með lagið Power að hafa betur gegn OK-i þeirra Langa Sela og Skugganna í einvígi eins og sjónvarpsáhorfendur gátu fylgst með á RÚV. Eyfirðingum og nærsveitarfólki stóð til boða að fá sérstaka Júróvisjón-upphitun hjá Kvennakórnum Sóldísi fyrr um daginn í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og eins og við mátti búast var kátt í höllinni.
Meira

Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu fjórganginn í Meistaradeild KS í gærkvöldi

Glæsilegri keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS í gærkvöldi lauk með sigri Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að keppnin hafi verið jöfn og skemmtileg þar sem mjótt var á munum á mörgum vígstöðum.
Meira

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira