Bjarni Jónsson heimsótti stríðshrjáða Úkraínu :: „Við viljum ekki tapa landinu okkar eða fullveldinu,“ sagði Zelensky forseti Úkraínu
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
11.03.2023
kl. 08.03
Bjarni Jónsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður utanríkismálanefndar, heimsótti hið stríðsþjáða land Úkraínu á dögunum, réttu ári eftir innrás Rússa í landið. Mikil leynd ríkti yfir ferðum Bjarna og annarra gesta í sömu ferð og segir Bjarni m.a. að hann hafi ferðast með myrkvaðri lest yfir nótt til Kiev í Úkraínu frá Póllandi þann 22. febrúar. Til baka kom hann svo 25. sama mánaðar og tók það ferðalag um tólf klukkustundir.
Meira