Skagafjörður

Vesturbæingar komu í dapurlega kveðjuferð í Síkið

Pavel leiddi í gærkvöldi sína gæðinga út í Síkið í leik gegn hans gömlu félögum í KR. Stórveldið svarthvíta má muna sinn fífil fegurri en gengi liðsins í vetur hefur verið vandræðalega lélegt og ljóst fyrir nokkru að liðið var fallið í 1. deild. Pavel brýndi fyrir sínum mönnum að mæta ekki værukærir til leiks því það kemur fyrir að fallnir drekar rísi upp á afturlappirnar fái þeir til þess tækifæri. Það fór svo að eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta var mátturinn með Stólunum það sem eftir lifði leiks og vilji og varnarleikur Vesturbæinga í mýflugumynd. Lokatölur 115-63.
Meira

Ásta Birna nýr framkvæmdastjóri á Stoð

Í gær fimmtudaginn 23.03.23 voru tímamót hjá verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki, einu af okkar öflugu fyrirtækjum í heimabyggð, þegar Ásta Birna Jónsdóttir var ráðin sem framkvæmdastjóri, í stað Eyjólfs Þórarinssonar sem hefur gegnt starfinu í aldarfjórðung.
Meira

Karnival dýranna í Miðgaði

Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar setja saman upp Karnival dýranna fyrir dansara og hljómsveit í Menningarhúsinu Miðgarði nk. sunnudag 26. mars kl. 14. Fram koma nemendur og kennarar Tónlistarskólans og Tónadans. Höfundur dansa er Cristina Sabate Perez, Elena Zharinova og Ólöf Ólafsdóttir en tónlistarstjórn er í höndum Joaquin De La Cuesta Gonzalez.
Meira

Einkavæðing Hrognkelsa/Grásleppu - Lilja Rafney skrifar

Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal.
Meira

Námskeið og fyrirlestrar „Fiber Focus“ í mars/apríl 2023 í Textílmiðstöðinni

Verkefnið „Fiber Focus“ er samstarfsverkefni á milli Sommerakademiet í Noregi og Textílmiðstöðvar Íslands og snýst um að dreifa þekkingu á nýtingu og vinnslu á ull. Haldnir verða tveir fyrirlestrar, fluttir á ensku og verða á netinu og öllum aðgengilegir.
Meira

Vörumiðlun eignast flutningafyrirtækið Júlli Jóns ehf.

Vörumiðlun á Sauðárkróki hefur eignast flutningafyrirtækið Júlli Jóns ehf. í Borgarnesi en gengið hefur verið frá kaupum eftir því sem fram kemur á Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands. Þar er haft eftir seljandanum, Júlíusi Jónssyni, að búið sé að handsala kaupin en formlega gangi salan í gegn um næstu mánaðamót.
Meira

Lést eftir fall við fossinn Glym

Um hálf ellefu í gærmorgun barst lögreglu tilkynning um að erlendur ferðamaður hafi fallið niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði. Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkraliði og fjölmennu liði frá björgunarsveitunum fóru á vettvang ásamt því að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Meira

FNV og LbhÍ á Hvanneyri taka upp athyglisvert samstarf

Þriðjudaginn 21. mars undirrituðu Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri (LbhÍ) samkomulag um samstarf sem miðar að því að nemendur eigi þess kost að útskrifast með stúdentspróf frá FNV og búfræðipróf frá LbhÍ.
Meira

Seyðisfjörður – Hvað er til ráða? -14 km jarðgöng eða láglendisvegur

Hver er staða Seyðisfjarðar sem samfélags eftir mikil aurflóð úr Strandartindi og velþekkt snjóflóðasvæði úr Bjólfinum, allt frá því í janúar 1882 og snjóflóðið 1885 sem var eitt það mannskæðasta á Íslandi? Hversu mikið landrými er fyrir byggð einstaklinga og þá fyrirtækja aðallega í sjávarútvegi? Smyril-Line hefur boðað að farþegaflutningar i 3-4 mánuði að vetri verði lagðir af. Það er augljóslega ekki arðbært að flytja farþega sjóleiðina milli Evrópu og Íslands yfir háveturinn.
Meira

Hamingjan er harður húsbóndi - Leiðari Feykis

Alþjóða hamingjudagurinn var víða haldinn hátíðlegur sl. mánudag, þann 20. mars, sem vildi svo vel til að hitti á vorjafndægur að vori en þá er sól beint yfir miðbaug jarðar og dagur og nótt þá jafnlöng um alla jörð. Þá er eitt víst að þá fer daginn að lengja með aukinni hamingju flestra. Þennan sama dag var opinberað að Íslendingar væru þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu Gallup. Það eru Finnar sem eru reynast hamingjusama þjóðin og nágrannar þeirra Danir koma næstir.
Meira