Skagafjörður

Síðustu þrír leikir tímabilsins reyndust Stólastúlkum engin happaþrenna

Kvennalið Tindastóls í körfunni kláraði tímabilið í vetur með því að spila þrjá leiki á einni viku og því miður töpuðust þeir allir. Það kom kannski ekki á óvart að liðið tapaði gegn toppliði Stjörnunnar og sterku liði KR en í fyrsta leik þessarar þrennu mættu Stólastúlkur liði Ármanns í leik sem átti að vera séns á að taka. Þá var hins vegar Jayla Johnson í leikbanni og gestirnir unnu öruggan sigur.
Meira

Atvinnulífssýning á Króknum 20.-21. maí

Að halda og heimsækja atvinnulífssýningu í Skagafirði er bæði gefandi og gaman. Tekin hefur verið ákvörðun þess efnis að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20.–21. maí næstkomandi og hefur nú verið opnað fyrir skráningar. Síðustu skipti sem atvinnulífssýning hefur verið sett upp á Króknum hefur það verið á kosningaári en ekki reyndist unnt að halda sýningu í fyrra.
Meira

Rúmar 28 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra

Alls bárust 232 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2023. Veittir voru styrkir til 207 verkefna. Úthlutað var 308.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna. Hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra hlaut Silfrastaðakirkja (fimm millj.) sem nú er verið að gera upp á Sauðárkróki en þangað var hún flutt í október 2021. Næst hæsti styrkurinn fór á Blönduós 4,5 m.kr. vegna Pétursborgar og Holtastaðakirkja fékk 4 m.kr.
Meira

Skrifað undir samstarfsamning ULM 2023 á ársþingi UMSS

Á 103. ársþingi UMSS, sem haldið var fyrir skömmu, var m.a. skrifað undir samstarfsamning ULM 2023 sem fram fer á Sauðárkróki daganna 3.-6. ágúst nk. Þá voru veitt Silfurmerki ÍSÍ og Gullmerki UMFÍ.
Meira

Hugsanir bílsstjóra Bíls Smáframleiðenda

Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Meira

Textíll er miklu meira en bara prjón og vefnaður :: Margrét Katrín Guttormsdóttir umsjónarmaður TextílLabsins í viðtali

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi hefur verið í stöðugri sókn allt frá stofnun Textílseturs Íslands árið 2005 og ekki síður eftir að það, ásamt Þekkingarsetrinu á Blönduósi sem stofnað var 2012, leiddu saman hesta sína 8. janúar 2019 og úr varð sú Textílmiðstöð sem við þekkjum í dag. Vel útbúið TextílLab Textílmiðstöðvarinnar stendur fólki til boða og kíkti Feykir í heimsókn á dögunum.
Meira

Konur geta allt! :: María Sigurðardóttir, leikstjóri Saumastofunnar, í léttu spjalli

Leikfélag Hofsóss frumsýndi í gær hið þekkta leikrit Kjartans Ragnarssonar Saumastofuna sem samið var í tilefni kvennaársins 1975 og hefur ávallt vakið mikla hrifningu leikhúsgesta. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, sem langa reynslu hefur af leikstjórn á svið kvikmynda og leikhúss. Feykir fékk Maríu til að svara nokkrum spurningum í vikunni en viðtalið birtist í Feyki sl. miðvikudag.
Meira

Þriðji sigurinn í röð í Lengjubikarnum

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar þær sóttu lið Keflavíkur heim í Nettóhöllina. Bæði liðin verða með í slagnum í Bestu deild kvenna í sumar og undirbúningur fyrir mótið á síðustu metrunum. Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í Keflavíkinni og fór með sigur af hólmi, lokastaðan 1-3.
Meira

Virkjanastopp, sama vesen, sitt hvor hliðin! :: Guðmundur Haukur skrifar

Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina!
Meira

Opið hús hjá Oddfellow í dag

Oddfellow stúkurnar á Sauðárkróki verða með opið hús í dag frá klukkan 13 til 15, þar sem gestum gefst kostur á að skoða húsakynnin, kynnast starfi stúkanna og þiggja léttar veitingar að Víðigrund 5.
Meira