Skagafjörður

Leiðbeinanda vikið frá störfum eftir að 30 börn máttu þola ofbeldi í skólabúðum

Á síðasta ári tók Ungmennafélag Íslands við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Á heimasíðu UMFÍ segir að í búðunum fái „...nemendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika og veikleika til þess að bæta félagsfærni sína.“ Nú fyrir helgi sagði RÚV frá því að hópur tólf til þrettán ára nemenda hafi þurft að þola ofbeldi í búðunum í síðustu viku og hafi leiðbeinanda í framhaldinu verið sagt upp störfum og börnunum boðin sálræn aðstoð.
Meira

Létt verk hjá Tindastólsmönnum að hoppa yfir Hamrana

Þá er apríl genginn í garð og alvaran tekin við í fótboltaheimum. Í gær gerðu Tindastólspiltar góða ferð norður á Greifavöllinn á Akureyri þar sem þær mættu heimamönnum í Hömrunum. Um var að ræða leik í fyrstu umferð Mjólkurbikars KSÍ og eftir öfluga byrjun Stólanna þá reyndist litlum vandkvæðum bundið að landa sigri. Lokatölur 2-7 fyrir Tindastól og eru okkar menn því komnir í aðra umferð.
Meira

„Bók er heill heimur“

Sumir elska bækur og þannig er því svo augljóslega farið með gagnrýnendur Kiljunnar hans Egils Helga. Hættulega bráðsmitandi ást sem smitast í gegnum Sjónvarp allra landsmanna og fær fólk, í sumum tilfellum, til að stökkva út í næstu bókabúð eða á bókasafn og grípa sér bók að lesa. Það er svo annað mál hvort ástin endist aftar en á blaðsíðu átta eða hvort úr verður óendanlegt ástarævintýri. Einn þessara gagnrýnenda Kiljunnar er Sunna Dís Másdóttir og hún féllst á að svara Bók-haldinu í Feyki þegar eftir því var leitað. Svaraði því reyndar á ferð yfir Holtavörðuheiðima en við verðum að ætla að hún hafi ekki verið við stýrið.
Meira

O, þiggðu það Álfhildur - og nokkur orð um göngur og aðeins um réttir o.fl.

Ég byrjaði að fara í göngur 1946, þá tíu ára, í fylgd með föður mínum og seinna bræðrum mínum. Gangnasvæðið Háheiði í Staðarfjöllum og fór ég flest haust til 1961; flutti þá í Varmahlíð.
Meira

RARIK bætir afhendingaröryggi á Norðurlandi vestra

RARIK vinnur nú að endubótum á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi en þær hófust á síðasta ári; þar með talið á Skagaströnd, við Varmahlíð og á Laxárvatni við Blönduósi. Í frétt á heimasíðu RARIK segir að allar þessar framkvæmdirnar miði að því að bæta afhendingaröryggi og gera kerfi RARIK á þessum svæðum betur í stakk búin til að mæta aukinni notkun í framtíðinni.
Meira

Valsmenn léttir

Stólarnir renndu suður á Hlíðarenda í gær og mættu þar Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð riðlakeppni Subway-deildarinnar. Valsmenn höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í umferðinni á undan og virtust alls ekki vera í þeim gír að gefa gestunum alvöru leik. Það fór svo að Stólarnir gengu á lagið þegar á leið og möluðu á endanum meistarana mélinu smærra. Lokatölur 71-98.
Meira

Páskaísinn

Er ekki tilvalið að græja páskaísinn núna um helgina? Held ég þurfi allavega að gera það svo það verði nú einhver eftirréttur á páskadag heima hjá mér. Búið að vera pínu öðruvísi byrjun á þessu ári en árin 2021 og 2022 þegar allt lá niðri og maður hafði tíma til að gera allan fja.... Það verður allavega ekki gerð vorhreingerning heima hjá mér fyrir páskana þetta árið, það eitt veit ég. Set mér markmið að komast nokkuð heill út úr þessari törn því þriðja vaktin mín er að ná hæstu hæðum þessa dagana og gott að minna sig stundum á að muna að njóta en ekki þjóta.
Meira

Fjölskyldan fagnaði þegar hann lagði fiðluna á hilluna / RÓBERT SMÁRI

Að þessu sinni er það Róbert Smári Gunnarsson sem svarar Tón-lystinni í Feyki. Eins og margir vita þá er Róbert tvíbuarabróðir Inga Sigþórs en þeir bræður koma gjarnan fram saman eða á sömu viðburðum. Þeir eru fæddir árið 2000 sem Róbert kallar besta árganginn, meðal annars vegna þess hversu auðvelt er fyrir hann að reikna út hvað hann er gamall. Róbert segist Skagfirðingur í allar ættir og alinn upp á Króknum en nú er hann búsettur í Reykjavík. „Krókurinn er samt alltaf heim,“ bætir hann við.
Meira

Alheimsfrumsýning á Himinn og jörð – Viðtal við Ármann Guðmundsson höfund og leikstjóra

Leikflokkur Húnaþings vestra er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum á alheimsfrumsýningu á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn var saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar. Um 40 manns hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá og sagði í tilkynningu Leikflokksins fyrr á árinu að meðal annarra hefðu nokkrar stúlkur séð um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.
Meira

Mjólkurbikar karla rúllar af stað um helgina

Karlafótboltinn fer af stað fyrir alvöru nú um helgina en þá fer fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum í gang. Bæði lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar verða í eldlínunni en hjá liði Húnvetninga verður um að ræða fyrsta leik liðsins frá því síðasta haust en liði hefur verið safnað um nokkurt skeið og frumsýning á mannskapnum því nú um helgina. Nú síðast var bætt við markmanni og því allt að verða klárt fyrir sumarið.
Meira