Skagafjörður

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar?

Árið 2016 var bryddað upp á þeirri nýbreytni að veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði, sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag, Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Nú er óskað eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Frestur til þess að senda inn tilnefningar er til og með 18. apríl nk og þurfa íbúar því að bregðast skjótt við og leggja heila í bleyti.
Meira

Skemmtilegur smali í Mótaröð Þyts

Þann 25. mars var keppt í smala í Mótaröð Þyts þar sem Þytsfélagar skemmtu sér einstaklega vel, bæði áhorfendur og keppendur. Nokkur tími hefur liðið síðan keppt var í þeirri grein hjá félaginu og og segir Kolbrún Indriðadóttir að þarna hafi sannast, líkt og Elvar Logi Friðriksson hafi orðað vel á Facebook síðu sinni,: „Sama hvað spekingar segja um smala þá er það mín skoðun að þetta er frábær grein sem hentar ungum sem öldnum eins og sannaðist í gærkvöldi.“
Meira

Það sem lífið getur verið skemmtilegt :: Leikfélag Hofsóss sýnir Saumastofuna

Miðaldra kona hlýtur að spyrja sig hvaða erindi leikrit sem er nánast jafngamalt henni sjálfri eigi við nútímafólk. Því var svarað á einni kvöldstund í Höfðaborg á Hofsósi þegar undirrituð skellti sér á sýninguna Saumastofuna. Hafði að vísu gægst aðeins á bakvið tjöldin á meðan á æfingarferlinu stóð, en þeim mun skemmtilegra að sjá hinn endanlega afrakstur sex vikna stífra æfinga. Skemmst er frá að segja að uppsetningin er vel heppnuð og á þessum rúmum tveimur tímum sem sýningin tekur (að hléinu meðtöldu) er allur tilfinningaskalinn undir.
Meira

Halli Lalli uppgötvar heim hringitónanna

Haraldur Lárus Hallvarðsson, 61 árs gamall smiður á Sauðárkróki, oft kallaður Halli Lalli (og smíðahópurinn hans stundum HLH flokkurinn – nema hvað), hringdi í skrifstofu Feykis og var bara kátur. „Það er gott að búa á Íslandi og þá auðvitað alveg sérstaklega hér fyrir norðan, hér er enginn barlómur, ekkert stríð, enginn ófriður... nema þá kannski í kringum hann þarna dómsmálaráðherrann, alltaf eitthvað að gerast hjá þeim manni.“
Meira

Nýtt riðutilfelli í Miðfirði

Riða hefur verið staðfest á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu, sem staðsettur er í Miðfjarðarhólfi en þar hefur riða ekki greinst áður. Greiningin breytir því að Miðfjarðarhólf telst nú sýkt svæði samkvæmt reglugerð. Fram kemur á heimasíðu MAST að unnið sé að undirbúningi aðgerða.
Meira

Telja að stjórnarskrárbreytingar þoli enga bið

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins var haldinn á Borgarbókasafninu í Grófinni í gær, 2. apríl og telur stjórnin að stjórnarskrárbreytingar þoli enga bið. Í samþykktum fundarins er skorað á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. „Við eigum nýja stjórnarskrá!“
Meira

Skagfirska mótaröðin – úrslit helgarinnar

Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar var haldið í Svaðastaðarhöllinni 1. apríl sl. þar sem keppt var í slaktaumatölti og fimmgangi, F2 og T4 í 1. flokki og ungmenni; F2 og T6, 2. flokkur; T7 í unglingaflokki og T8 – barnaflokki. Fjöldi glæstra keppenda tóku þátt og var keppnin hin skemmtilegasta.
Meira

Skagfirski kammerkórinn syngur Magnificat á Selfossi

Laugardaginn 8.apríl kl.16 verða stórtónleikar á Selfossi þar sem Skagfirski kammerkórinn kemur mikið við sögu. Það er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands sem stendur fyrir þessum tónleikum. Á tónleikunum mun Skagfirski kammerkórinn ásamt Kammerkór Norðurlands og kirkjukór Selfosskirkju flytja hið glæsilega verk Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er samið fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara og mun Helga Rós Indriðadóttir kórstjóri Skagfirska kammerkórsins syngja einsöngshlutverkið.
Meira

,,Varð að finna eitthvað sem ég gæti gert og myndi halda mér vakandi á næturvöktum''

Þórdís Stella Jónsdóttir er 23 ára og er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún býr ásamt kærastanum í húsi sem þau eru nýlega búin að kaupa og gera upp. Þórdís starfar sem leiðbeinandi á leikskólanum Ársölum.
Meira

Jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar þokast nær

„Alþingi ályktar að fela innviðaráðherra að fela Vegagerðinni að ljúka nauðsynlegum rannsóknum vegna gerðar vegganga fyrir þjóðveg milli Siglufjarðar og Fljóta, hanna slíkt mannvirki og leggja mat á kostnað við gerð þess. Ráðherra leggi skýrslu með niðurstöðum rannsókna og kostnaðarmati fyrir Alþingi fyrir árslok 2023.“ Svo segir í þingsályktunartillögu um veggöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem lögð hefur verið fram á Alþingi en alls voru það átján þingmenn sem fluttu tillöguna.
Meira