Skagafjörður

Fjárfestahátíð fór fram út björtustu vonum

Annað árið í röð komu helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði undir lok marsmánaðar til fundar við frumkvöðla í orku-, auðlinda- og umhverfismálum. Fjárfestahátíð Norðanáttar fór fram þann 29. mars síðastliðinn og segja aðstandendur hátíðarinnar að vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári síðan, hafi verið ákveðið að stækka hátíðina og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu.
Meira

Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur sigraði í Páskamóti PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir Páskamóti þar sem úrslitin voru spiluð á Kaffi Krók þar sem frábær stemming skapaðist og vel mætt. Alls hófu 32 aðilar keppni í aðstöðu PKS fyrr um daginn. Sigurvegari varð Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur en hann sigraði Arnar Geir Hjartarson í úrslitaleik.
Meira

Íbúar í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli athugið

Heitavatnslaust verður á morgun 12 apríl í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli vegna tenginga í dælustöð. Lokað verður fyrir hitaveituna kl. 10 að morgni og mun lokunin vara fram eftir degi.
Meira

Af Jóni Péturssyni í Valadal og Stíganda frá Hofsstöðum

Hesturinn hefur fylgt manninum lengur en sögur ná til og verið notaðir til margra verka í gegnum tíðina. Ómissandi þóttu þeir sem vinnudýr og í hernaði gátu þeir ráðið úrslitum um hver færi með sigur af hólmi. Þeir voru notaðir sem reiðskjótar langt fram á síðustu öld en í dag eru þeir oftast haldnir fólki til afþreyingar og yndisauka þó ekki megi gleyma því að notkun þeirra í göngum og smalamennsku er enn gríðarlega mikilvæg. Þá er saga hestakeppna orðin ansi löng á Íslandi, allt frá skeiðkeppni Þóris dúfunefs og Arnar landshornaflakkara á Kili í árdaga landnáms, hestaati því sem sagt er frá í Íslendingasögum, til gæðingakeppna nútímans.
Meira

Stólarnir töpuðu naumlega fyrir Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum

Tindastóll spilaði ekki bara körfuboltaleik sl. laugardag því fótboltastrákarnir skruppu yfir Öxnadalsheiðina og mættu sameinuðu liði Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli. Leikurinn var liður í 2. umferð Mjólkurbikars KSÍ. Heimamenn spila tveimur deildum ofar en Stólarnir, eru semsagt í 2. deildinni, en þeir lentu í brasi með gestina. Lokatölur voru þó 2-1 fyrir Dalvík/Reyni og sigurganga Tindastóls í bikarnum reyndist því stutt.
Meira

Stólarnir sigldu með himinskautum á heimaslóðum

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í framlengdum leik en að þessu sinni þurfti ekkert slíkt til því heimamenn sigldu með himinskautum í síðari hálfleik og kaffærðu Keflvíkinga sem sáu aldrei til sólar. Lokatölur 107-81 og lið Tindastóls komið í góða stöðu í einvíginu.
Meira

Er einhver búinn að gleyma leiknum í kvöld...?

Það er hátíðardagur á Króknum í dag, laugardag í páskahelginni, og ástæðan er að sjálfsögðu körfubolti. Fyrsti heimaleikur Tindastóls í úrslitakeppninni fer fram í kvöld og mótherjarnir eru Keflvíkingar. Tindastóll vann fyrsta leik liðanna sl. miðvikudagskvöld eftir framlengingu og því mikið undir hjá báðum liðum í kvöld. Í gær var Síkið og næsta nágrenni gert klárt fyrir veisluna.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigraði í slaktaumatölti Meistaradeildar KS

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld, 5. apríl. Á Facebooksíðu keppninnar segir að A-úrslitin hafi verið gríðarlega skemmtileg og fór svo að Védís Huld Sigurðardóttir, þjálfari á Sunnuhvoli í Ölfusi, og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum sigruðu örugglega með 8.04 og er það annað árið í röð sem þau sigra þessa grein. Með Védísi á palli voru þeir feðgar, Bjarni Jónasson og Finnbogi Bjarnason.
Meira

Matvælastefna sem tryggir fæðu- og matvælaöryggi

Í þingsályktunartillögu sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram um matvælastefnu fyrir Ísland er mörkuð stefnan til ársins 2040 og er ætlað að vera leiðarstef í ákvarðanatöku til að auka megi verðmætasköpun í innlendri matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.
Meira

Kynni af öðrum menningarheimum eru dýrmætt veganesti út í lífið

Eftir að hafa boðið lesendum Feykis í menningarreisu til Hugrúnar Önnu í Verónu á Ítalíu í febrúar þá tekur Feykir undir sig stökk til norðausturs og snögghemlar í Austur-Evrópu. Nánar tiltekið í austurhluta gömlu Tékkóslóvakíu, sem flestir lesendur Feykis ættu að kannast við, en í kjölfar þess að halla fór undan fótum Sóvétríkjanna þá sluppu ríki Austur-Evrópu undan járnhælnum. Flauelsbyltingin var gerð friðsamlega í Tékkóslóvakíu 1989 og til urðu Tékkland (ekki skoðunarstöðin) og Slóvakía og það er einmitt í síðarnefnda landinu sem parið Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir og Ófeigur Númi Halldórsson stundar nú nám í borginni Košice.
Meira