Framíköll leyfð á ljóðalestri Eyþórs á Löngumýri

Eyþór Árnason, skáld frá Uppsölum í Blönduhlíð. MYND AF FB
Eyþór Árnason, skáld frá Uppsölum í Blönduhlíð. MYND AF FB

Sunnudaginn 9. mars kl. 16.00 ætlar Eyþór Árnason frá Uppsölum að lesa úr ljóðabókum sínum á Löngumýri. Ljóðabækur Eyþórs eru orðnar sjö og kom sú síðasta, Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur, út í fyrra.

Eyþór ætlar að hlaupa í gegnum bækurnar og grípa niður hér og þar eftir því sem andinn blæs honum í brjóst, spjalla um ljóðin og jafnvel segja frá leyndarmálunum sem búa að baki þeim – en án þess að eyðileggja galdurinn!

Áheyrendur geta líka beðið um óskaljóð og framíköll eru leyfð. Kaffi á könnunni og aðgangur ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir