Pönnukökubakstur í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
07.03.2025
kl. 09.27
Keflvíkingar eru jafnan góðir gestir í Síkinu en sjaldan hafa þeir verið jafn góðir gestir og í gærkvöldi. Þeir héldu sig til baka og voru ekki að trana sér fram eða að stela athyglinni frá gestgjöfunum. Þetta var eiginglega of mikið og það var nánast bara eitt lið í Síkinu í fyrri hálfleik en eftir hann leiddu Stólarnir 62-27. Síðari hálfleikurinn var því nánast formsatriði og fór svo að lokum að þó Keflvíkingar vöknuðu eilítið til lífsins í síðari hálfleik þá gekk þeim ekkert að saxa á forskot heimamanna sem unnu leikinn af fádæma öryggi, 116-79.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.