Sautján verkefni frá Norðurlandi vestra fengu styrk úr húsafriðunarsjóði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.03.2024
kl. 08.26
Alls bárust 241 umsókn um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2024. Veittir voru styrkir til 176 verkefna. Úthlutað var 297.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,3 milljarð króna. Sautján verkefni frá Norðurlandi vestra fengu styrk og var heildarupphæðin 27.2 millj. kr. hæsti styrkurinn fór til Skagafjarðar en það var Silfrastaðakirkja (fjórar millj.) sem hefur verið í uppgerð á Sauðárkróki síðan í október 2021. Næst hæsti styrkurinn var 3 m.kr., Sýslumannshúsið við Aðalgötuna á Blönduósi og verkefnin Torfhús í Húnavatnssýslum og Fornverkaskólinn: viðhald handverkshefða fengu bæði 2,5 m.kr.
Meira