Skagafjörður

Monica í markagili

Það mætti nýr markvörður til leiks hjá liði Tindastóls síðastliðið sumar til að verja mark Stólastúlkna í Bestu deildinni. Það var Monica Wilhelm, bandarísk stúlka, þá 23 ára, sem hafði það verkefni að fylla í skarðið sem Amber Michel skildi eftir en hún ákvað að taka slaginn í Disneylandi eftir þrjú skemmtileg sumur á Íslandi. Monica reyndist öflugur markvörður og sló í gegn í Bestu deildinni og hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að endurtaka leikinn í ár. Feykir forvitnaðist um markvörðinn. 
Meira

Húnaþing vestra áformar að ljósleiðaravæða þéttbýli sveitarfélagsins

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að sveitarfélagið áformi að taka tilboði háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli sveitarfélagsins sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu. Sjá nánar hér. En áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi atriði:
Meira

Margir leikmenn tóku miklum framförum hjá Dr. Milan

Mil­an Roza­nek, fyrr­ver­andi þjálf­ari körfuknatt­leiksliðs Tinda­stóls, var á fimmtu­dag­inn tek­inn inn í heiðurs­höll körfu­bolt­ans í Slóvakíu fyr­ir ævi­starf sitt í þágu íþrótt­ar­inn­ar í land­inu. Morgunblaðið segir frá því að Mil­an, sem er nú 83 ára gam­all, hafi þjálfað karlalið Tinda­stóls vet­urinn 1990-1991. Það tímabil var Tindastóll með Pét­ur Guðmunds­son, eina NBA-leik­mann Íslands á þeim árum, í sín­um röðum og auk þess leik­menn á borð við Val Ingi­mund­ar­son, Sverri Sverris­son og Karl Jónsson.
Meira

Stólarnir komnir í undanúrslit Fótbolta.net bikarsins

Fótbolti.net bikarinn hélt áfram í kvöld en lið Tindastóls, sem er í öðru sæti 4. deildar tók á móti liði Kára í átta liða úrslitum en þeir Skagamenn eru aftur á móti toppliðið í 3. deildinni. Það mátti því reikna með hörkuleik og sú varð niðurstaðan því mikill hiti var í mönnum. Jafnt var að leik loknum, því þurfti að framlengja og þegar langt var liðið á framlenginguna dúkkaði Addi Ólafs upp með sigurmarkið. Stólarnir eru því komnir í undanúrslit Fótbolta.net bikarsins og mæta þar annað hvort Selfyssingum hans Bjarna, KFA eða Árbæ.
Meira

Fjömenni sótti messu í Ábæ og veðrið alveg prýðilegt

„Það rituðu 140 í gestabók,“ sagði séra Sigríður Gunnarsdóttir þegar Feykir forvitnaðist um messuhald í Ábæjarkirkju í Austurdal síðastliðinn sunnudag. Hún segir að um 20-30 manns komist á bekki kirkkjunnar en það kom ekki að sök að þessu sinni. „Veðrið var svo gott að fólk vildi heldur sitja úti í sólinni.“
Meira

Rúður brotnar og tæki skemmd

Eignaspjöll voru unnin í Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Rúður voru meðal annars brotnar í nýja hluta skólans þar sem eldhúsið er og skemmdir unnar á tækjum. Líklega er um milljóna króna tjóna að ræða. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og óskar eftir ábendingum um mannaferðir við grunnskólann frá klukkan 15 í gær til klukkan sjö í morgun, segir á huni.is.
Meira

Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag

Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Meira

Framkvæmdir við kirkjugarðinn á Króknum halda áfram

Enn halda framkvæmdir áfram við kirkjugarðinn á Sauðárkróki en Feykir sagði frá því fyrir viku að vinna við að setja upp girðingu væri þá hafinn. Nú er sú vinna langt komin og búið að reisa annað sáluhlið af tveimur sem munu verða austan megin garðsins líkt og áður var.
Meira

Gefum pólitíkinni frí | Leiðari 29. tölublaðs Feykis

Þá eru Olympíuleikarnir í París komnir í gang og á meðan fellur hanaslagurinn um bandaríska forsetaeimbættið örlítið í skuggann. Sem er alveg ágætt því það getur vart talist mannbætandi að fylgjast með töktum Trumps sem seint getur talist okkur Íslendingum að skapi.
Meira

Ómar Bragi búinn að skipuleggja mót UMFÍ í 20 ár

Unglingalandsmóti UMFÍ lauk í Borgarnesi í kvöld og samkvæmt frétt á vef UMFÍ var framkvæmd mótsins framúrskarandi og samvinna allra sem að því komu með eindæmum góð. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt tölu í móttöku með forsetahjónunum, sambandsaðilum UMFÍ, heiðursfélögum og fleirum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, og þar bauð hann Króksaranum Ómari Braga Stefánssyni, sem er framkvæmdastjóri móta UMFÍ, að taka við þakklætisvotti en Ómar Bragi hefur skipulagt mót UMFÍ í 20 ár.
Meira