Skagafjörður

Tveir heimaleikir og Króksmót

Í kvöld fara fram tveir leikir á Sauðárkróksvelli. Stelpurnar hefja leika kl. 18:00 þegar þær mæta Þrótti. Strákarnir mæta svo liði Kríu kl. 20:15. Sjoppan verður í hvíta tjaldinu og grilluðu hamborgararnir á sínum stað. Frítt verður á völlinn í kvöld.
Meira

Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga

Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Meira

Opinn dagur á Syðstu-Grund 10. ágúst

Ertu forvitin/n um torf og byggingu torfhúsa? Langar þig að prófa að setja þak á torfhús? Sumarið 2023 var haldið torfhleðslunámskeið á Syðstu-Grund þar sem veggir gömlu útihúsanna voru hlaðnir upp. Þann 10. ágúst næstkomandi er ætlunin að ljúka verkinu, lagfæra grind og þekja yfir.
Meira

Nóg um að vera sl. viku á Hlíðarendavelli

Það hefur verið nóg um að vera á golfvellinum á Króknum sl. viku en Opna Steinullarmótið fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 3. ágúst, 8. Hard Wok háforgjafarmótið var haldið á þriðjudaginn og Esju mótaröðin var haldin í gær, miðvikudag. Það er svo ekkert lát á því í dag fer fram styrktarmót fyrir Önnu Karen og svo er Norðurlandsmótaröðin fyrir ungu kylfingana á sunnudaginn.
Meira

Nýir þjálfarar kynntir í yngri flokka starfi Tindastóls

Á Facebooksíðu Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls voru kynntir nýir þjálfarar fyrir veturinn 2024-2025. Allt eru þetta andlit sem Tindastólsaðdáendur þekkja vel og verður gaman að fylgjast með yngri flokkunum í vetur. Það sem kemur skemmtilega á óvart er að Kári Marísson er kominn aftur í þjálfarastöðuna. Hann mun halda utan um æfingar fyrir 1. - 4. bekk en áður vann Kári sem húsvörður í Árskóla og þekkir því þessa litlu körfuboltasnillinga mjög vel. 
Meira

Flemming-púttmót á Hvammstanga

Föstudaginn 26. júlí á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi - fór fram í fjórtánda sinn púttmót Flemming Jessen sem hefur staðið að þessu móti með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en þeir sem mættu skemmtu sér vel í leiknum og nutu smá hressinga sem í boði voru. Leiknar voru 2 x 18 holur alls 36.
Meira

Skotfélagið Markviss með sitt fyrsta Viking Cup mót

Um verslunarmannahelgina fór fram fyrsta "Viking Cup" mótið í Norrænu Trappi. Um er að ræða keppni milli Skotfélaganna Markviss og Eysturskot frá Færeyjum. Hugmyndin að mótinu kviknaði í spjalli milli tveggja félagsmanna úr sitthvoru félaginu fyrir nokkru síðan og varð loks að veruleika nú í ár.
Meira

Orkusetur Orkustofnunar auglýsir eftir styrkumsóknum

Athygli er vakin á styrkjamöguleika til kaupa á sólarsellum hjá Orkusetri Orkustofnunar. Um samkeppnissjóð er að ræða, við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Styrkurinn nemur aldrei meira en 50% af efniskostnaði.
Meira

Sjö einstaklingar fá úthlutað úr Húnasjóði

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að á 1220. fundi byggðarráðs sem fram fór 6. ágúst sl. voru styrkveitingar úr Húnasjóði árið 2024 ákvarðaðar. Alls bárust 7 umsóknir sem allar uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Til ráðstöfunar í ár voru kr. 600 þúsund sem skiptast á milli umsækjenda svo í hlut hvers koma kr. 85 þúsund.
Meira

Opin golfkennsla á Hlíðarendavelli nk. sunnudag - komdu og prófaðu!

Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst, verður opin golfkennsla á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki frá kl 12:00-14:00. PGA golfkennaranemar frá Norðurlandi munu sjá um kennsluna og verður í boði bæði púttkennsla á æfingagríni og sveiflukennslu á æfingasvæðinu.
Meira