Íbúar í Hegranesi í viðræðum við Skagafjörð um félagsheimilið
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
04.09.2024
kl. 11.53
Íbúar og jarða- og lóðaeigendum í Hegranesi fóru á leit að Skagafjörður auglýsi ekki Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Upplýst var í erindinu að fyrrgreindir aðilar hefðu í hyggju að stofna félagasamtök sem farið gætu með eignarhald og rekstrarumsjón hússins að undangengnum samningum við sveitarfélagið Skagafjörð og var samþykkt á fundi byggðarráðs að boða forsvarsmenn félagsins á fund ráðsins. Feykir setti sig í samband við Maríu Eymundsdóttur sem svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur fyrir hönd íbúanna.
Meira