Fjömenni sótti messu í Ábæ og veðrið alveg prýðilegt
„Það rituðu 140 í gestabók,“ sagði séra Sigríður Gunnarsdóttir þegar Feykir forvitnaðist um messuhald í Ábæjarkirkju í Austurdal síðastliðinn sunnudag. Hún segir að um 20-30 manns komist á bekki kirkkjunnar en það kom ekki að sök að þessu sinni. „Veðrið var svo gott að fólk vildi heldur sitja úti í sólinni.“
Hún sagði kirkjugesti hafa komið víða að, margir hafi átt ættir að rekja eða haft aðrar tengingar við Austurdalinn. Aðspurð sagðist Sigríður telja að rúmlega tíu manns hafi komið ríðandi til kirkju en þar fyrir utan hafi nokkrir farið yfir jökulsána með kláfnum gamla.
Einn þeirra var Hjörtur Geirmundsson sem tjáði Feyki að hann hefði náð að lauma sér í kláfinn með vönum manni, Gísla Frostasyni og sanferðafólki hans. „Við vorum sem sagt sex saman þá og síðan voru 3 aðrir sem voru farnir en voru samferða til baka. Það er alltaf mikilfenglegt að fara á kláfnum yfir ána,“ sagði Hjörtur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.