Skagafjörður

Tvö ný listaverk á Norðurstrandarleið

Feykir sagði frá því, fyrir viku síðan, að nýtt listaverk væri komið upp á Sauðárkróki en nú hafa verið sett upp ný listaverk á Skagaströnd og á Hvammstanga. Listaverkin voru unnin af hópi listafólks frá Úkraínu sem kallar sig UNDRUN/Dyvyna DECOR, en þau hafa reynslu af því að vinna sambærileg verkefni á Íslandi. Við hönnun listaverkanna var litið til sagnaarfs svæðisins og áherslur Norðurstrandarleiðar. Á Sauðárkrók var settur upp hestur, myndarammi með Þórdísi spákonu er kominn upp á Skagaströnd og á Hvammstanga má finna sel í fjörunni.
Meira

Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Meira

Skagfirðingamótið haldið í frábæru golfveðri í Borgarnesi

Laugardaginn 10. ágúst var glatt á hjalla á Hamri í Borgarnesi en þá fór fram 26. Skagfirðingamótið í frábæru golfveðri, logn og smá væta. Alls gátu 96 einstaklingar tekið þátt og var kominn biðlisti þegar styttist í mót en enginn forfallaðist og komust því færri að en vildu þetta árið, þar af voru 57 karlmenn og 39 kvenmenn.
Meira

Una Karen í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik

Um sl. helgi fór fram Íslandsmót unglinga í höggleik og var leikið á Nesvelli hjá Golfklúbbnum Ness á Seltjarnarnesi fyrir keppendur 14 ára og yngri og fyrir keppendur 15-18 ára var keppt á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Golfklúbbur Skagafjarðar átti nokkra flotta fulltrúa á báðum völlum en það sem stóð upp úr eftir helgina var að Una Karen Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í sínum flokki, frábær árangur.
Meira

Grikkinn Ioannis bætist í hóp Tindastólsmanna

Það styttist í að körfuboltinn fari að skoppa og nú í dag tilkynnti körfuknattleiksdeild Tindastóls um að samið hefði verið við hinn gríska Ioannis Agravanis um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni. „Agravanis er fjölhæfur framherji sem getur gert sitt lítið að hverju inn á vellinum. Það tók sinn tíma að finna leikmann með hans eiginleika og vonandi mun sú þolinmæði skila sér.“ segir Benedikt Guðmundsson þjálfari Stólanna í tilkynningu frá félaginu.
Meira

Stólarnir komnir í góða stöðu á toppi 4. deildar

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti Kópavogspiltum í Ými í raka og þelköldu þokulofti. Liðin hafa skipst á um að tróna á toppi deildarinnar síðustu vikurnar og ljóst að sigur í dag yrði stórt skref fyrir heimamenn í átt að því að tryggja sér keppnisrétt í 3. deild að ári. Það fór svo að stigin þrjú bættust í Stólapottinn eftir 3-1 sigur og áfram heldur frábært gengi Tindastóls í deildinni.
Meira

Mikilvægur leikur á Króknum og strákarnir tilbúnir og spenntir

„Við erum tilbúnir og spenntir; við munum þó nálgast þennan leik á sama hátt og við höfum hvern annan leik,“ segir Dominic Furness sem þjálfar karlalið Tindastóls í fótboltanum þegar Feykir hafi samband. Það er nefnilega stórleikur á morgun, laugardag, því þá mætir lið Ýmis á Krókinn en þeir Kópavogspiltar hafa trónað á toppi 4. deildarinnar lengst af sumars. Nú eru Stólarnir á toppnum en hafa leikið einum leik meira en lið Ýmis.
Meira

Mugison í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Mugison er nú staddur í rúmlega hálfnuðu kirkjumaraþoni og í kvöld er það Sauðárkrókskirkja en hún er númer 55 í röðinni af 100 kirkju tónleikum í 100 póstnúmerum fyrir jól hjá meistara Mugison. 
Meira

Mættu ekki klárar til leiks á Heimavöll hamingjunnar

„Við mætum bara ekki klárar til leiks, ætli það hafi ekki gert okkur erfitt fyrir að koma til baka þegar við lendum undir 2-0 strax í byrjun leiks,“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls í Bestu deild kvenna, þegar Feykir spurði hana út í leikinn gegn Víkingum í gærkvöldi. „Ég get ekki annað en verið hreinskilin og segja að varnarleikurinn var virkilega slæmur og það er eitthvað sem við veðrðum að laga.“
Meira

Fríar máltíðir grunnskólabarna – merkur samfélagslegur áfangi | Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendum á grunnskólaaldri standi til boða hádegsimatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu.
Meira