Hólahátíð var haldin um liðna helgi
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
21.08.2024
kl. 15.00
Hólahátíðarveðrið, sem ævinlega hefur verið glampandi sól og steikjandi hiti, var ekki einkenni hátíðarinnar að þessu sinni. Til stóð að ganga pílagrímagöngu yfir Heljardalsheiði en aflýsa þurfti henni vegna veðurs. Aftur á móti var gengið í Gvendarskálina í Hólabyrðinni ofan við Hóla undir leiðsögn sr. Þorgríms Daníelssonar sóknarprests í Þingeyjarprestakalli á laugardeginum og tekið var á móti pílagrímunum með helgistund í Hóladómkirkju.
Meira