Skagafjörður

Hólahátíð var haldin um liðna helgi

Hólahátíðarveðrið, sem ævinlega hefur verið glampandi sól og steikjandi hiti, var ekki einkenni hátíðarinnar að þessu sinni. Til stóð að ganga pílagrímagöngu yfir Heljardalsheiði en aflýsa þurfti henni vegna veðurs. Aftur á móti var gengið í Gvendarskálina í Hólabyrðinni ofan við Hóla undir leiðsögn sr. Þorgríms Daníelssonar sóknarprests í Þingeyjarprestakalli á laugardeginum og tekið var á móti pílagrímunum með helgistund í Hóladómkirkju.
Meira

Glæpakviss í Gránu þann 5. september

Héraðsbókasafn Skagfirðinga, í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag, stendur fyrir Glæpakvissi í Gránu fimmtudaginn 5. september kl. 17:00. Gert er ráð fyrir 2-4 keppendum í liði og skipað verður í lið á staðnum, svo það er ekki skilyrði að vera búinn að finna sér liðsfélaga áður en mætt er á staðinn. Spurningarnar eru úr íslenskum glæpasögum. Hin grunsamlega glæsilegu glæpakvendi, Fríða og Siva, munu stýra keppninni. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn taka um einn og hálfan tíma.
Meira

MYRKRIÐ NÁLGAST - Hvað leynist í myrkrinu?

Nú er leitað eftir listafólki í héraði, Norðurlandi vestra, sem hefur áhuga á að taka þátt í stuttri sýningu sem mun opna í Hillebrandtshúsi á Blönduósi á Hrekkjavöku og stendur yfir dagana 31. október til 7. nóvember 2024. Tekið er við hvers kyns list en þemað er "myrkrið" og á sýningunni munu gestir nota vasaljós til að skoða verkin í annars myrkvuðum sýningarsal.
Meira

Sveppir og sveppatínsla

Á ferð minni til Reykjavíkur um daginn hlustaði ég, Sigríður Garðasdóttir, á áhugavert viðtal á Bylgjunni við sveppasérfræðing um sveppatínslu og ákvað að kynna mér þetta nánar því áhugi á sveppum og sveppatínslu meðal almennings fer sífellt vaxandi, auk þess sem sveppategundum hér á landi fjölgar og þeir breiðast út. Í skógum víða um land er nú að finna fjölda sveppa frá miðju sumri og fram á haust. Við sveppatínslu er að mörgu að hyggja. Þótt það sé bæði skemmtilegt og nytsamlegt að tína sveppi til matar, er nauðsynlegt að læra að þekkja matsveppina, þá sveppi sem ætir eru. Einnig þarf að huga að ýmsu sem varðar hreinsun og geymslu sveppanna svo að þeir njóti sín sem best við matargerð.
Meira

51 árs búfræðingar frá Hólum hittust í Skagafirði

Um helgina hittist útskriftarárgangur 1973 sem búfræðingar frá Bændaskólanum á Hólum til að fagna 51 ári frá útskrift. Hópurinn kom saman hjá Kára Sveinssyni á Hafragili á Skaga á laugardeginum þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar frá Hólum. Um kvöldið var síðan snætt í góðu yfirlæti á Kaffi Krók.
Meira

Það helsta um ræktun riðuþols - allt á einum stað

Áfram heldur Karólína Elísaetardóttir í Hvammshlíð að auðvelda okkur lífið í baráttunni við riðu. Til þessa voru upplýsingar um riðuvarnir dreifðar víða og það þoldi Karólína illa.– Sumt fannst hjá MAST, annað hjá RML, svo voru alls konar erlendar vísindagreinar, reglugerðir og ekki síst stakar greinar í Bændablaðinu. Núna er hægt að nálgast upplýsingarnar allar á einum stað. 
Meira

Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi - Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi

Nú á dögunum lauk rannsókn Háskólans á Akureyri og Vörðu, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, sem er eitt þeirra fjögurra verkefna sem hlaut styrkveitingu úr Byggðarannsóknasjóði vorið 2022. Skýrsla rannsóknarinnar ber heitið Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi. Höfundar eru Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Kristín Heba Gísladóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Maya Staub.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís og listamannalaun 2024

Auglýst er eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi. Sviðslistaráð úthlutar styrkjum til stuðnings atvinnusviðslistahópum, sbr. lög um sviðslistir 2019 nr. 165.
Meira

Mikil stemmning á Landshlutamóti unglingadeilda á Norðurlandi

Unglingadeildin Trölli stóð fyrir landshlutamóti fyrir unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjörg á Norðurlandi um miðjan ágúst. Mótið fór fram á Hofsósi og stóð frá fimmtudegi til laugardags. Þangað mættu um 30 unglingar auk 15 umsjónarmanna úr fjórum unglingadeildum og var keppt í alls konar þrautum og leikjum. 
Meira

Innviðaráðherra fundaði með landshlutasamtökum sveitarfélaga

Á heimasíðu ssnv.is segir að Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV heimsótti innviðaráðuneytið nú á dögunum ásamt öðrum framkvæmdastjórum og formönnum landshlutasamtakanna. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra fundaði með hópnum en landshlutasamtökin óskuðu eftir fundinum í þeim tilgangi að kynna samtökin, hlutverk þeirra og verkefni fyrir ráðherra og fá sýn hennar á byggðaþróun.
Meira