Skagafjörður

Frá Skagafjarðarveitum

Í tilkynning frá Skagafjarðarveitum til notenda austan þjóðvegar við Varmahlíð, í Hólminum og Akrahreppi. Vegna tenginga við stofnlögn verður lokað fyrir heita vatnið á þessu svæði þriðjudaginn 3. sept. frá kl. 9 og fram eftir degi.
Meira

Vel heppnaðir Nýnemadagar á Hólum

Feykir rak augun í að í síðustu viku voru Nýnemadagar hjá Háskólanum á Hólum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Hólmfríði Sveinsdóttur rektor hvernig til hefði tekist. „Nýnemadagar tókust með eindæmum vel í ár. Mætingin var mjög góð og dagskrá daganna var vel skipulögð,“ sagði hún.
Meira

Tala eingöngu um vextina

Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Meira

Ráðamenn vilja flýta rannsóknum á Fljótagöngum

Ástandið á veginum um Almenninga á Siglufjarðarvegi og aðkomu að Strákagöngum úr vestri hefur ekki farið framhjá neinum. Bjarni Benediktsson skoðaði aðstæður fyrir helgi og viðraði þá skoðun sína að flýta þyrfti rannsóknum við Fljótagöng. Í Morgunblaðinu í gær tók Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra undir orð Bjarna og bætti við að þarna væri yfirvofandi hætta og við það verði ekki unað.
Meira

Aldís María með sigurmarkið gegn Keflavík

„Þessi var risastór og mikilvægur fyrir okkur. Mér fannst þessi leikur spilast nokkurn veginn eins og við vildum. Náðum fyrsta markinu sem var mjög mikilvægt og heilt yfir þá fékk Keflavík ekkert færi af viti í leiknum fyrir utan markið. Við erum mjög ánægð með varnarleikinn í heild sinni og sóknarleikurinn var þokkalegur og við fengum okkar færi eins og venjulega. Virkilega sterkt að skora tvö góð mörk,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna eftir mikilvægan 2-1 sigur á liði Keflavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppni neðrii liðanna í Bestu deildinni.
Meira

Fær hugmyndir og innblástur á netinu og hjá prjónavinkonum

Ólöf Ásta Jónsdóttir, eða Óla eins og hún er oftast kölluð, býr í Dalatúninu á Sauðárkróki með Helga Ragnarssyni, eiginmanni sínum. Óla starfar sem matráður hjá FISK Seafood.
Meira

Upp, upp og áfram og allir glaðir

Þá er komið að Sigurði Inga Einarssyni (Sigga Kúsk) sem býr ásamt konu sinni Brynju Hödd Ágústsdóttur og dætrum þeirra tveim, Diljá Daney og Sölku Máney. Þau búa á Kúskerpi fyrrum Akrahrepp í Skagafirði. Siggi er menntaður búfræðingur frá Hvanneyri. Á Kúskerpi er mjólkur- og kjötbúskapur, tveir mjaltaþjónar og smá glutra af sauðkind og hrossum og svo almenn landbúnaðarverktaka.
Meira

Til hamingju Tindastóll!

Lið Tindastóls lék í dag við Árborg en um var að ræða toppslaginn í 4. deild. Eitt stig dugði til en það fór vel á því að eina mark leiksins gerði þjálfarinn okkar frábæri, Dominick Furness, og það á sjálfri markamínútunni – þeirri 43. Í leikslok lyftu Stólarnir því bikarnum fyrir sigur í 4. deild og fögnuðu innilega með stuðningsmönnum liðstins. Til hamingju Tindastóll!
Meira

Bjart framundan hjá sauðfjárbændum

Næsti bóndi er Birgir Þór Haraldsson sem er fæddur og uppalin á Sauðárkróki og býr með Hörpu Birgisdóttur frá Kornsá og saman eiga þau tvo drengi þá Ágúst Inga og Bjarka Fannar. Í dag eru þau bændur á Kornsá í Vatnsdal og þar eru 600 vetrarfóðraðar ær og 80 hross. Birgir lauk námi í grunndeild húsasmíða við FNV og Búfræðiprófi frá LBHÍ.
Meira

Stórleikir í fótboltanum um helgina

Það er stóleikir fyrir liðin af Norðurlandi vsetra í fótboltanum þessa helgina. Húnvetningar ríða fyrstir á vaðið en þeir halda norður á Húsavík og leika þar við sterkt lið Völsungs. Seinna um daginn taka Tindastólsmenn á móti liði Árborgar á Króknum og á sunnudaginn spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn í úrslitakeppni neðri liða Bestu deildarinnar þegar Keflvíkingar mæta til leiks.
Meira