Skagafjörður

Jordyn Rhodes komin með leikheimild

Tindastóll teflir fram liði í þriðja skipti í efstu deild kvennafótboltans eftir ansi gott tímabil síðastliðið sumar. Besta deildin hefst nú á sunnudag og þá kemur FH í heimsókn á Krókinn. Það vita allir að það er bara ein Murr en hún hefur nú skipt um heimavöll og spilar með Fram í sumar í Lengjudeildinni. Jordyn Rhodes tekur hennar stöðu í fremstu víglínu og eru miklar vonir bundnar við hana.
Meira

Snjódýpt í Fljótum yfir meter að jafnaði

„Tíðarfarið hefur verið nokkuð óvenjulegt frá 21. mars en allar helgar síðan þá hafa skollið á norðan stórhríðir en lítill snjór var annars þennan vetur,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum en hann sér einnig um skólaakstur í sveitinni. Halldór bætir við að það sé nokkuð óvenjulegt að fá svona mikinn snjó seint og segir að yfirleitt þegar snjóþungt sé í Fljótum hafi sá snjór verið að safnast allan veturinn, oft frá því í október.
Meira

Máttur menntunar | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Það hefur lengi verið sagt að menntun sé máttarstólpi samfélagsins. Fjöreggið. Skólakerfið okkar á að vera öflugasta jöfnunartækið, þar eiga allir að hafa sömu tækifærin. En er það svo? Við getum vissulega fagnað þeim breytingum að fríar skólamáltíðir verða að veruleika, aðgerð sem jafnar leikinn að einhverju leyti og er breyting til batnaðar fyrir öll.
Meira

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps hlaut Landstólpa Byggðastofnunar

Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps er handhafi Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar, árið 2024. Alls bárust 26 tilnefningar víða af landinu. Viðurkenningin var afhent á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Bolungarvík og er þetta í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt.
Meira

Það verður hasar í Síkinu í kvöld

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld því þá fer fram fjórði leikurinn í einvígi Tindastóls og Snæfells í baráttunni um sæti í efstu deild. Stólastúlkur standa vel að vígi, eiga heimaleikinn í kvöld þar sem liðið getur tryggt sér 3-1 sigur í einvíginu. Það væri því vel við hæfi að sýna liðinu alvöru stuðning og fjölmenna í Síkið.
Meira

Mikilvægi tækninnar til byggðarþróunar

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í erindi sínu að á ársfundi Byggðastofnunar, sem fram fór í Bolungarvík í gær, að í landsbyggðunum fari fram mikilvægustu atvinnuvegir Íslands, öll orkuöflun landsins, þar sé matvælaframleiðslan, öll stóriðjan og stærstur hluti ferðamennskunnar.
Meira

Stólarnir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur

„Þetta er spennandi leikur sem allir strákarnir hlakka til!“ sagði Dominic Furness, þjálfari karlalið Tindastóls, en dregið var í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu nú í vikunni. Verkefnið sem Stólarnir fengu var ekki það þægilegasta, útileikur á Akranesi gegn Bestu deildar liði ÍA.
Meira

Samvinna er lykillinn að góðri útkomu

Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á hópslysaæfingu þann 11. maí næstkomandi. Í gær hittist hluti hópsins í húsnæði Krútt á Blönduósi og æfði viðbragð annars vegar við flugslysi og hins vegar rútuslysi þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Frá því segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að æfingar gærdagsins hafi verið undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí en samvinna er að sjálfsögðu lykilinn að góðri útkomu. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna,“ segir í færslunni. Feykir forvitnaðist aðeins um æfinguna hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur, sérfræðingi hjá LNV.
Meira

Vel heppnaður dagur og söfnun gengur vel

Fjölskyldufjör var haldið föstudaginn 12. apríl sl. í Varmahlíð þegar Ungmenna- og íþróttafélagið Smári, Foreldrafélag Varmahlíðarskóla og Kvenfélög Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Akrahrepps og Staðarhrepps tóku höndum saman og hófu söfnun fyrir leik- og íþróttatækjum í Varmahlíð. Með söfnuninni var verið að svara kalli nemenda miðstigs Varmahlíðarskóla við erindi þar sem þau bentu á þörfina fyrir bættri aðstöðu til útiveru og hreyfingar.
Meira

Sigríður áfram formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn á Laugum í Sælingsdag um nýliðna helgi. Á fundinum var Sigríður Ólafsdóttir, Húnaþingi vestra, endurkjörin formaður kjördæmisráðs.
Meira