Skagafjörður

Fjölmennt í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Þórsara

Fyrsti æfingaleikur karlaliðs Tindastóls í körfubolta fór fram í gærkvöldi en það voru Þórsarar sem þræddu þjóðveginn úr Þorlákshöfn alla leið í Síkið eina og sanna. Ekki er nema um vika síðan allir leikmenn Stólanna komu fyrst saman til æfinga en samkvæmt Körfunni.is þá leiddu heimamenn frá fimmtu mínútu og allt til leiksloka. Lokatölur 95-83.
Meira

„Að skrifa ljóð, texta og rapp er eins og sálfræðimeðferð fyrir sjálfan mig“ / INGI SIGÞÓR

Þá er það Ingi Sigþór Gunnarsson sem teikar Tón-lystar-vagninn að þessu sinni. Það er reyndar bannað að teika og því ekki til eftirbreytni. Ingi Sigþór býr í Fellstúninu á Króknum, er árgangur 2000 sem er auðvitað mjög þægilegt ef menn þurfa að gefa upp aldur – svo lengi sem menn vita hvað ár er. „Ég er alfarið alinn upp á Króknum og er sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar,“ segir Ingi. „Ég kann eitthvað smá á gítar en annars treysti ég mest á röddina sem og kunn-áttu mína á hljóðvinnsluforrit.“
Meira

Tóku fyrri sláttinn með 3ja daga áhlaupi

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, býr í Hólabæ í Langadal ásamt Auði Ingimundardóttur sambýliskonu og börnunum þeirra Pétri Inga og Lilju Björgu. Rúnar er starfandi bóndi með búfræðimenntun og sveinspróf í húsasmíði. Þau búa á blönduðu búi með tæplega 40 mjólkandi kýr og 400 vetrarfóðraðar kindur. Ásamt því vinnur Auður sem ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Meira

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2024 voru afhentar í gær 5.september í Húsi Frítímas. Það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Skagafjörð og er þetta 20.árið sem Soroptimistar í Skagafirði hafa haft umsjón með verkefninu og voru veitt sjö verðlaun í 5 flokkum. Snyrtileg lóð í þéttbýli, býli í hefðbundnum búskap, býli án hefðbundins búskapar, fyrirtæki og einstakt framtak. 
Meira

Hústaka á Sauðárkróki

Þorsteinn Baldursson, íbúi við Sæmundargötu á Sauðárkróki, segir farir sínar ekki sléttar en hann lenti í óvæntu skaki þegar hann ætlaði að afhenda hús sitt nýjum eiganda – hústökumaður neitar nefnilega að yfirgefa húsið.
Meira

Æfingar að hefjast hjá Kvennakórnum Sóldís

Næstkomandi þriðjudag þann 10. september kl.17 er fyrsta æfing eftir sumarfrí hjá Kvennakórnum Sóldís.
Meira

Himnastiginn í Vatnsdal stórskemmdist í gær

Það blés ansi hreint hressilega í gær og eitt af því sem fór illa sunnan hvassviðrinu í gær var himnastiginn sem settur var upp á Skúlahól í Vatnsdal í fyrra  og er hann stórskemmdur. Aðeins hluti hans stendur nú eftir á hólnum.
Meira

Ég elska þetta

Karlalið Tindastóls í fótboltanum lyfti sér loks upp um deild þegar liðið lagði Árborg í toppslag 4. deildar og tryggði sér sæti í 3. deild að ári. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Dominic Furness. Mörgum hefur þótt hryggilegt að Stólarnir hafi verið þetta neðarlega í karlafótboltanum en ferill liðsins síðustu áratugina hefur verið rússíbanareið. Liðið hefur aldrei komist í efstu deild en á bestu tímabilum hafa strákarnir verið í næstefstu deild og svo flakkað talsvert þar fyrir neðan. Það er í það minnsta ljóst að Tindastólsfólki finnst ekki að liðið eigi heima í neðstu deildunum.
Meira

Aldrei of varlega farið

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir vegfarendum á að ein mesta réttarhelgi ársins sé framundan og þúsundir fjár séu nú á heimleið úr afréttum.
Meira

Hugmyndir um nýja leið til og frá Sauðárkróki

Feykir sendi Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, fyrirspurn varðandi mögulega nýja tengingu til Sauðárkróks um Þverárfjallsveg. Hann segir rétt að forsvarsmenn sveitarfélagsins telji að með vaxandi umsvifum fyrirtækja á Eyrarsvæðinu með tilheyrandi umferð vinnuvéla og stærri tækja sem þvera veginn oft á tíðum, sé heppilegt til framtíðar að almenn umferð einkabíla fara aðra leið til og frá Sauðárkróki.
Meira