Skagafjörður

Undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis við Sauðárgil

Um miðjan mars auglýsti skipulagsfulltrúi Skagafjarðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki. Staðsetning tjafldsvæðis á Króknum hefur löngum verið bitbein íbúa og lengi verið leitað að hentugri staðsetningu. Tjaldsvæðið við sundlaugina verður senn að víkja vegna byggingar væntanlegs menningarhúss sunnan Safnahúss Skagfirðinga en tillaga um að gera tjaldsvæði við Sauðárgil, norðan Hlíðarhverfis, er umdeild. Hefur nú verið sett af stað undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem hægt er að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.
Meira

List á ferð / Art travels

Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari. Þannig höfum við betri stuðningskerfi almennt sem leiðir til betri heilsufars.
Meira

Snæfell heldur í vonina með sigri á Stólastúlkum í kvöld

Tindastóll og Snæfell léku þriðja leik sinn í úrslitakeppni um sæti í efstu deild nú í kvöld og var leikið í Stykkishólmi. Stólastúlkur höfðu unnið góða sigra í fyrstu tveimur leikjunum og hefðu því getað sópað liði Snæfells úr keppni í kvöld en það fór á annan veg. Lið Tindastóls sá ekki til sólar í fyrri hálfleik og þrátt fyrir smá klór í síðari hálfleik tókst stelpunum ekki að minnka muninn að ráði. Lokatölur 67-54.
Meira

Vel heppnaðir tónleikar Heimis og Fóstbræðra

Það var þétt staðið á sennunni í Miðgarði í gærkvöldi þegar Karlakórinn Heimir og Karlakórinn Fóstbræður héldu sameiginlega tónleika. „Bráðgóðir tónleikar og þökkum við gestum og Fóstbræðrum kærlega fyrir komuna,“ segir í færslu á Facebook-síðu Heimis en þar er einnig að finna lauflétt myndband af samsöng kóranna í Ljómar heimur loga fagur.
Meira

Stólarnir reyndust sterkari á vítapunktinum

Tindastóll og Magni Grenivík mættust í dag í 2. umferð Mjólkurbikars karla og fór leikurinn fram við fínar aðstæður á Króknum. Grenvíkingar eru deild ofar en Stólarnir en urðu að sætta sig við að kveðja bikarinn eftir að hafa lotið í lægra haldi eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni þar sem Stólarnir reyndust sterkari á svellinu.
Meira

Grindvíkingar Kane-lausir í Síkinu á mánudaginn

Íslandsmeistarar Tindastóls leika annan leik sinn í úrslitakeppni Subway-deildarinnar á mánudagkvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Grindvíkingar verða þá án eins af lykilmönnum sínum þar sem aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í gær DeAndre Kane í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar eftir leik í 21. umferð deildarkeppninnar.
Meira

Ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt á ársþingi SSNV

Í gær var 32. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlanid vestra haldið í félagsheimilinu á Blönduósi og samkvæmt frétt á vef SSNV heppnaðist þingið vel. Mæting var góð en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Háskólinn á Hólum hlaut á þinginu viðurkenninguna Byggðagleraugun 2024.
Meira

Ferriol mættur á miðjuna hjá Stólunum

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Spánverjann Manuel Ferriol Martínez um að leika með liðinu út komandi tímabil í 4. deildinni. Ferriol er miðjumaður að upplagi, 180 sm á hæð og 25 ára gamall, og getur leyst margar stöður á vellinum. Kappinn er kominn til landsins og mun líklegast taka þátt í leiknum á morgun þegar lið Tindastóll tekur á móti Magna í annarri umferð Mjólkurbikarsins.
Meira

Tæplega 3000 gestir sóttu árshátíðir Árskóla

Á Facebook-síðu Árskóla segir að rík áhersla sé lögð á leiklist í skólanum. Fram kemur að í gær fóru fram síðustu árshátíðarsýningar nemenda á þessu skólaári en alls luku nemendur við 31 metnaðarfulla og vel heppnaða sýningu í Bifröst.
Meira

Tréiðnaðardeild FNV útskrifar nemendur með nýjustu þekkingu hverju sinni

Hluti náms í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki felst í því að byggja timburhús sem unnin eru í samvinnu við fyrirtæki í héraðinu. Samvinnan felst í því að kennarar deildarinnar annast kennslu og stjórna vinnu nemenda en fyrirtækin útvega teikningar og efni og sjá um byggingastjórn og meistaraábyrgð. Aðsókn að skólanum er mikil og er deildin fullskipuð bæði í dagskóla og helgarnámi.
Meira