Ráðamenn vilja flýta rannsóknum á Fljótagöngum

Það er sennilega ekki marga sem langar að fara Siglufjarðarveg. MYND: HALLDÓR GUNNAR HÁLFDANSSON
Það er sennilega ekki marga sem langar að fara Siglufjarðarveg. MYND: HALLDÓR GUNNAR HÁLFDANSSON

Ástandið á veginum um Almenninga á Siglufjarðarvegi og aðkomu að Strákagöngum úr vestri hefur ekki farið framhjá neinum. Bjarni Benediktsson skoðaði aðstæður fyrir helgi og viðraði þá skoðun sína að flýta þyrfti rannsóknum við Fljótagöng. Í Morgunblaðinu í gær tók Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra undir orð Bjarna og bætti við að þarna væri yfirvofandi hætta og við það verði ekki unað.

„Ég er sam­mála for­sæt­is­ráðherra í því að ráðast í Fljóta­göng. Veg­ir sem eru á fleygi­ferð eins og þess­ir kalla á hraðari hend­ur hjá stjórn­völd­um og við þurf­um að bregðast hratt við, við und­ir­bún­ing þess­ar­ar fram­kvæmd­ar og tryggja fjár­magn og ég mun sjá til þess að það verði gert hratt og vel,“ hefur Morgunblaðið eftir Svandísi og má á henni skilja að framkvæmdin verði sett framar í forgangsröð.

Áður hafði Feykir greint frá því að Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, boðað Vegagerðina og fulltrúa Fjallabyggðar og Skagafjarðar til fundar hjá nefndinni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir