Vilja hefja framkvæmdir við Fljótagöng árið 2026

Siglufjarðarvegur nú síðsumars. MYND: HALLDÓR GUNNAR
Siglufjarðarvegur nú síðsumars. MYND: HALLDÓR GUNNAR

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman til fundar í dag vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur á Siglufjarðarvegi. TIl fundarins voru boðaðir fulltrúar Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar. Niðurstaða fundarins var að markmiðið verði að gerð jarðganga undir Siglufjarðarskarð geti hafist árið 2026 og verkinu ljúki á fjórum árum.

Nefndin telur brýnt að flýta undirbúningi jarðganga undir Siglufjarðarskarð og tryggja um leið öryggi vegfarenda fyrir Tröllaskaga. Verkefni nefndarinnar sé því að meta hvernig hægt sé að hraða undirbúningi Fljótaganga sem kæmu í stað Siglufjarðarvegar. Farið verði strax í rannsóknir sem ljúka þurfi fyrir veturinn, þá þurfi að ljúka mati á umhverfisáhrifum, ákveða veglínur að göngunum og fleira.

RÚV hefur eftir Bjarna Jónssyni, formanni nefndarinnar, að samstaða sé um að bregðast hratt við og þar þurfi margt að koma til. „Mér heyrist að það sé fullur hugur. Ég heyrði líka innviðaráðherra lýsa því yfir að hún vildi flýtimeðferð og það er það sem ég tek heilshugar undir. Að sama skapi verðum við þá að tryggja tímalínu varðandi fjármögnun verkefnisins, og þar er nokkuð sem við verðum að taka á við uppfærslu á tillögu að samgönguáætlun.“

Sannarlega ánægjuleg þróun mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir