Fullt út úr dyrum í útgáfufögnuðinum hjá Magnúsi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.10.2024
kl. 10.44
Magnús ásamt leikkonunni Maríu Ellingsen sem fór með hlutverk Agnesar í kvikmynd. MYNDIR: BJARTUR&VERÖLD
Feykir sagði frá því um helgina að í tilefni útkomu bókarinnar Öxin, Agnes og Friðrik eftir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum yrði haldin útgáfuhátíð í Reykjavík í gær. Það er skemmst frá því að segja að það var fullt út úr dyrum í Penninn Eymundsson í Austurstræti.
Óhætt er að segja að fáir atburðir hafa heltekið hug landsmanna og síðasta aftakan á Íslandi og þegar hafa verið gefnar út nokkrar bækur um örlög þeirra Agnesar og Friðriks. Nú er því ekkert annað í stöðunni en að næla sér í eintak.
Hér fylgja með tvær myndir af vef Bjarts&Veraldar og það sést að það er ekki orðum aukið að fullt hafi verið út úr dyrum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.