Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Viðurkenningarhafar ásamt nefndarmönnum í Umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd skipa Fríða Marý Halldórsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Borghildur H. Haraldsdóttir. Með nefndinni starfaði Júlíus Guðni Antonsson.
Viðurkenningarhafar ásamt nefndarmönnum í Umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd skipa Fríða Marý Halldórsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Borghildur H. Haraldsdóttir. Með nefndinni starfaði Júlíus Guðni Antonsson.

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra fyrir árið 2022 voru veittar í miðri vikunni við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt um 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Að þessu sinni voru þrjár viðurkenningar.

Fram kemur í frétt á vef sveitarfélagsin að misjafnt hefur verið hversu margir hafa fengið viðurkenningu ár hvert. „Hingað til hefur enginn fengið viðurkenninguna tvisvar en þrátt fyrir það hafði umhverfisnefnd úr nægum kostum að velja sem ber snyrtimennsku og natni íbúa sveitarfélagsins fyrir umhverfi sínu gott vitni.

Eigendum eftirtalinna eigna var veitt viðurkenning í ár:

Bakkatún 2 á Hvammstanga fyrir auðséðan metnað fyrir fallegum frágangi á tiltölulega nýju húsi og lóð. Ber eigendum fagurt vitni um útsjónarsemi og smekk.

Grund í Vesturhópi. Hulinn heimur þar sem ekki sést af vegi heim að bænum sem er lögbýli, nýtt sem frístundabyggð og til skógræktar. Snyrtileg umgengni, hús öll nýmáluð og heildarumgjörð ber eigendum vitni um metnað og góðan smekk.

Tannstaðabakki fyrir mjög myndarlega heildarumgjörð á stórbúi. Ber fyrrum eigendum órækt vitni um metnað og atorku en jafnframt vísbending um að núverandi eigendur sem tekið hafa við keflinu muni halda því starfi áfram.“

Það var Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd sveitarfélagsins og óskaði viðtakendum til hamingju.

- - - - -
Heimild og sjá nánar > Húnaþing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir