Húrra fyrir sjálfboðaliðum!
Knattspyrnusamband Íslands hefur frá stofnun afhent heiðursmerki við sérstök tilefni, en heiðursmerki KSÍ úr silfri er veitt þeim einstaklingum sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. Sagt er frá því á Aðdáendasíðu Kormáks að á fundi orðunefndar 20. desember 2023 voru þrír bakhjarlar Kormáks Hvatar sæmdir þessu heiðursmerki, fyrstir allra úr röðum Umf. Kormáks.
Það voru þeir Höddi Gylfa, Magnús Eðvaldsson og Reimar Marteinsson sem fengu merkin afhent á Hvammstanga í gær.
„Allir þrír eiga það sameiginlegt að hafa komið að því að endurreisa meistaraflokksstarf Umf. Kormáks á Hvammstanga, stýrt uppbyggingarstarfi sameiginlegs liðs Kormáks Hvatar og stutt dyggilega við eflingu innviða þess og komið að flestum hliðum starfsins í þau tólf ár sem tekist hefur að halda úti starfinu,“ segir á Aðdáendasíðunni góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.