Kormákur/Hvöt semur við Negue Kante

Myndir teknar af Aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar
Myndir teknar af Aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar

á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að skrifað hefur verið undir samning við fransk-malíska varnarmanninn Negue Kante, sem væntanlegur er í Húnaþing á vormánuðum. Kante spilar stöðu miðvarðar, er örvfættur og 191 sentímetrar á hæð.

Negue Kante kemur til Kormáks/Hvatar frá liði í neðri deildum Ítalíu en spilaði áður með CE Carroi sem leikur í efstu deild Andorra og var þar á undan á bókum akademíu Stuttgart í Þýskalandi. Leikstíll hans er spennandi og akkúrat það sem Kormákur/Hvöt var að leitast eftir. Hann er sterkur maður á mann og agressívur, spilar leikinn einfalt og er yfirburðamaður í loftinu ásamt því að vera frár á fæti.

Þá skrifuðu tveir ungir og efnilegir leikmenn undir samning en þeir munu taka slaginn með Kormáki/Hvöt komandi sumar en það eru þeir Eyjólfur Örn Þorgilsson og Sigurjón Bjarni Guðmundsson, sem verða 15 og 16 ára á árinu. "Það er mikilvægt í starfinu að mynda brú úr yngri flokkum í meistaraflokkinn og þessir tveir framtíðarspilarar eru að taka það skref. Þeir verða hluti af hópnum og njóta þannig leiðsagnar okkar reyndari leikmanna, sem mun vonandi leiða til þess að við munum sjá þessa tvo heimamenn sem lykilmenn framtíðar," segir í tilkynningu sem sett var inn á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar. 
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir