Jón Gísli Eyland leikur með U17 í dag
Hinn ungi og bráðefnilegi knattspyrnumaður í Tindastól, Jón Gísli Eyland Gíslason, er í byrjunarlandsliði Íslands U17 sem mætir Finnlandi kl. 15:00 í dag. Jón Gísli er aðeins 15 ára gamall, fæddur 2002 en lék með meistaraflokki Tindastóls í sumar. U17 ára lið karla leikur fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2018 í dag þegar liðið mætir Finnlandi, en leikið er í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Önnur lið í riðlinum eru Rússland og Færeyjar.
Liðið er þannig skipað:
Markvörður: Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
Varnarmenn: Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll), Finnur Tómas Pálmason (KR), Teitur Magnússon (FH) og Atli Barkarson (Norwich)
Miðjumenn: Ísak Snær Þorvaldsson, fyrirliði (Norwich), Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) og Sölvi Snær Fodilsson (Stjarnan)
Kantmenn: Karl Friðleifur Gunnarsson (Breiðablik) og Kristall Máni Ingason (Fjölnir).
Framherji: Andri Lucas Guðjohnsen (Espanyol).
Leikurinn er í beinni útsendingu og hægt að nálgast hann HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.