Slæmt tap á Akranesi
Í gærkvöldi mættust lið Kára og Tindastóls í Akraneshöllinni í 2. deild karla. Fyrir leikinn var Tindastóll neðstir með tvö stig en Kári einu sæti fyrir ofan með átta stig því mikilvægur leikur fyrir Tindastól til þess að eiga betri séns að halda sér uppi með sigri.
Fyrstu mínúturnar í leiknum voru virkilega jafnar og sá maður að Tindastóll ætluði ekki að tapa þessum leik, en á 19. mínútu kom fyrsta mark leiksins eftir stungusendingu í gegnum hjarta varnarinnar hjá Tindastól og var það Guðfinnur Þór Leósson sem skoraði fyrsta markið, staðan 1-0 fyrir Kára. Mínútu eftir mark Kára fór Tindastóll í sókn sem endaði með ágætis skoti frá Benna en Gunnar Bragi Jónasson markvörður Kára varði vel. Þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik gerðu stólarnir mistök sem endar með að Guðfinnur Þór fékk boltann og sá að Faerber var ekki alveg á sínum stað í markinu og lagði hann boltann í fjærhornið. Í lok fyrri hálfleiks kom stungusending hægra megin í gegnum vörn Tindastóls, boltanum er gefið á fjærstöngina þar var Andri Júlíusson einn og yfirgefinn og skallaði boltann auðveldlega inn í mark Tindastóls. Staðan 3-0 í hálfleik fyrir Kára.
Seinni hálfleikurinn fór mestmegnis fram í vítateig Tindastóls og voru þeir heppnir að Kári myndi ekki skora fjögur til fimm mörk á augnabliki, en á 76. mínútu kom fjórða mark Kára eftir enn eina stungusendinguna í gegnum vörn Tindastóls í þetta skipti vinstra megin, kantarinn hjá Kára kemur með góða sendingu í teiginn þar var Hilmar Halldórsson sem lagði boltann í markið, staðan 4-0 fyrir Kára. Í uppbótartíma kom einu færin hjá Tindastól í seinni hálfleik, Hafsteinn Ingi vann boltann á miðjunni stakk honum á Benna sem fann síðan Hafstein aftur sem náði virkilega góðu skoti sem Gunnar Bragi markvörður Kára varði í hornspyrnu, Benni tók hornspyrnuna og upp úr henni náði Jón Grétar skoti við markteig en boltinn fór rétt framhjá og varð það seinasta spyrna leiksins og lokatölur í Akraneshöllinni 4-0 fyrir Kára.
Þetta er slakasti leikur Tindastóls af mati blaðamanns. Menn gáfust bara upp eftir fyrsta mark hjá Kára. Ef Tindastóll ætlar að halda sér í deildinni þarf liðið að styrkja sig því núna er liðið búið að missa þrjá lykil leikmenn, tveir meiddir þeir Konni og Sverrir síðan er einn leikmaður hættur. Þá veltir maður fyrir sér glugginn opnaði á mánudaginn og var vitað um miðjan júní að þrír leikmenn gætu ekki spilað með þeim í smá tíma. Síðan ofan á það þá var þessi leikur framundan á móti liði sem er líka í fallsæti og aðeins sex stigum á undan okkur, en með þessu tapi þá er staðan ekki rosalega björt fyrir Tindastól aðeins með tvö stig þegar tíu umferðir eru liðnar. Menn þurfa að fara með bænir á hverju kvöldi og fyrir hvern og ein einasta leik ef liðið vill ekki harkalega falla, vonandi gerist eitthvað í leikmanna málum þá getur þetta breyst hjá liði Tindastóls.
/EÍG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.