Linnulausar árásir á strandveiðar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
09.08.2022
kl. 14.26
Strandveiðar voru stöðvaðar 21. júlí sl. þrátt fyrir ítrekuð tækifæri stjórnvalda til að tryggja 48 veiðidaga á ári og óskir um það þá hafa stjórnvöld ekki gert það.
Stjórnvöld ákváðu að aflaverðmæti 35.089 tonna af loðnu færu til strandveiða til að reyna að tryggja 48 veiðidaga. Um 700 strandveiðimenn og fjölskyldur þeirra höfðu því lögmætar væntingar um að staðið yrði við 48 veiðidaga. Miðað við þorskígildisstuðul loðnu 0,36 gefur það ígildi 12.632 tonna af þorski. Einokun og vilji kvótahafa kom skýrt fram á skiptimarkaði en þar fengust 1.079 þorsktonn, einn tólfti af þorskígildisstuðli.
Fráleitt er að stjórnvöld beygi sig undir slíkan einokunarmarkað við ákvörðun á aflaheimildum til strandveiða. Það sýnir hve gallað fiskveiðistjórnunarkerfið er og augljóst hverjum er verið að þjóna.
Meira