Geggjuð tilfinning að vinna CrossFit keppnina segir Ægir Björn
„Tilfinningin eftir að hafa unnið er bara alveg geggjuð,“ segir Ægir Björn Gunnsteinsson crossfit-kappi frá Sauðárkróki en hann og félagi hans Alex Daða Reynisson stóðu uppi sem sigurvegarar í CrossFit á Reykjavíkurleikunum sem nú standa yfir.
Ægir segir þá félaga ekki hafa búist við þessum árangri og komið þeim á óvart. „Við vorum á því að við gætum unnið kannski tvö „event“ en enduðum á því að vinna fjögur af fimm, og maður er alveg í skýjunum með þetta,“ útskýrir Ægir en sú keppni, sem fram fór í gær, var úrslitakeppni þriggja efstu liðanna frá undankeppninni helgina áður.
„Við Alex Daði höfnuðum í 3. sæti í undankeppninni og komum því síðastir inn í þessa úrslitakeppni, og má segja að við höfum ekki haft þær væntingar að við myndum ná eitthvað lengra í þetta sinn en svo breytist það heldur betur.
Ægir segir galdurinn á bakvið svona árangur sé auðvitað að æfa töluvert mikið og ekki megi gleyma að sinna hvíldinni þess á milli eins vel og mögulegt er. Hann vill koma þökkum til Skagfirðinga og annarra fylgjast með honum og styðja og hvetur alla til að mæta sem fyrst á crossfit æfingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.