Smábátahöfnin á Króknum lögð og ís hleðst upp í fjörum :: Myndband
Það er föstudagur 10. mars 2023 upp úr hádegi þegar Feykir kíkti í fjöruna við Krókinn. Ekki kaldasti dagur ársins en fjaran hvít af ís og smábátahöfnin lögð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist frostið á sjálfvirkri veðurstöð á Sauðárkróksflugvelli kl. 08:00 -9,9 °C og blés að norð-norð-austan 9 m/s. Sjávarhiti samkvæmt mæli Skagafjarðarhafna -0,42°C.
Ekkert lát verður á kuldatíð samkvæmt spá Veðurstofunnar en fyrir Strandir og Norðurland vestra er gert ráð fyrir norðan og norðaustan 5-10 m/s og dálítil él á morgun. Frost 7 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg átt 5-15 m/s, hvassast suðaustanlands. Dálítil él norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 6 til 16 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast austantil. Snjókoma um austanvert landið, él með norðurströndinni, en bjartviðri suðvestanlands. Frost 4 til 15 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt með éljum eða snjókomu á norðurhelmingi landsins, en bjart með köflum syðra. Talsvert frost um land allt.
Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjartviðri, en skýjað norðanlands. Áfram kalt í veðri.
Á föstudag:
Líklega suðlæg átt og skýjað með köflum.
Spá gerð: 10.03.2023 21:00. Gildir til: 17.03.2023 12:00.
Hann er assgoti napur þessa dagana.
Posted by Páll Friðriksson on Föstudagur, 10. mars 2023
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.