Sigfús Ingi getur farið að munda skófluna :: Sigurjón Þórðarson skrifar
Nýlega lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi, um hver staða endurbóta og viðbyggingar við Safnahúsið á Sauðárkróki væri? Mér eins og öðrum Skagfirðingum var farið að lengja eftir efndum á viljayfirlýsingu, sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir undirritaði fyrir um hálfum áratugi síðan, um menningarhús á Sauðárkróki.
Í svari menningarmálaráðherra kemur fram að hún hafi metnað til að bæta aðstöðu listsýninga og sviðslista á Sauðárkróki og að fjármögnun sé nánast lokið. Það má ráða að helst sé beðið eftir því að Sveitarfélagið Skagafjörður taki ákvörðun um undirbúning framkvæmda.
Ef ég þekki mitt heimafólk í sveitarstjórn Skagafjarðar, þá tel að þau láti ekki ráðherra bíða lengi eftir sér.
Hér má sjá tengil á svör ráðherra >
Sigurjón Þórðarson
Flokki fólksins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.