Fréttir

Varmahlíðarskóli gerir það enn og aftur gott í Skólahreysti

Úrslitin í Skólahreysti fóru fram á laugardaginn en einn skóli af Norðurlandi vestra náði inn í úrslit. Þarna var um að ræða Varmahlíðarskóla í Skagafirði sem hafði áður sigrað annan undanriðilinn sem fór fram á Akureyri í lok apríl. Að sjálfsögðu stóðu hreystimenni skólans sig með mikilli prýði en eftir hörkuskemmtilega og spennandi keppni endaði Varmahlíðarskóli í fimmta sæti en tólf skólar kepptu í úrslitum.
Meira

Sigtryggur Arnar áfram á Króknum

Blekið er vart þornað úr penna formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls því skömmu eftir að skrifað var undir samning við Drungilast mætti Sigtryggur Arnar Björnsson að samningaborðinu með Degi Þór Baldvinssyni til að rita nafn sitt undir framlengdan samning um að hann leiki með liðinu næstu tvö árin.
Meira

Vildi að sigurkvöldið tæki aldrei enda

„Það var einstaklega ljúft, gæti alveg vanist því. Eftir góðan svefn var hugurinn samt strax kominn í loka augnablik leiksins og að endurupplifa það þegar leiktíminn rann út og stíflan brast með öllu tilfinningaflóðinu sem því fylgdi,“ sagði Helgi Margeirs, annar aðstoðarþjálfari Tindastóls, þegar Feykir innti hann eftir því hvernig hefði verið að vakna sem Íslandsmeistari sl. föstudagsmorgun.
Meira

Drungilas semur til tveggja ára

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Adomas Drungilas skrifuðu fyrir stundu undir samning þess efnis að hann haldi áfram að leika með Tindastól næstu tvö árin. Undirritunin fór fram á sviði Atvinnulífssýningarinnar, sem nú stendur yfir á Króknum, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Meira

Húnvetningar töpuðu gegn Elliða og Aco lætur af störfum

Í síðustu viku lutu Húnvetningar í sundpollinn í Garði þegar lið Víðis hafði betur og þá var ákall frá fréttaritara heimasíðu Kormáks/Hvatar um færri víti og færri spjöld. Ekki virtust hans menn hafa lesið pistilinn því spjöld og víti voru meðal annars uppskera Kormáks/Hvatar þegar liðið tók á móti Árbæingum í Elliða í óvenju þéttri suðvestanátt með tilheyrandi rigningarslettum á Sauðárkróksvelli. Niðurstaðan 1-3 tap og áfram gakk.
Meira

Mikið um að vera á atvinnulífssýningu á Króknum : Myndasyrpa

Í dag heldur atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins áfram þar sem fjölbreytileiki héraðsins er kynntur í hinum ýmsu málum er viðkemur góðu samfélagi.
Meira

Lífið í sveitinni :: Áskorandapenninn Valgerður Kristjánsdóttir Mýrum

Nú vorar og sól hækkar á lofti, náttúran vaknar öll. Fuglarnir eru að koma, hér eru túnin full af gæsum og helsingjum á morgnana þegar maður vaknar. Morgnarnir eru fallegasti tími dagsins hér á Mýrum, þá er logn og oft sól á lofti. Loftið er svo tært og hreint og maður getur ekki annað en teygt úr sér og notið þess að vera bara til. Allt lítur betur úr þegar fer að vora.
Meira

Óli Arnar næsti ritstjóri Feykis

Breytingar verða á ritstjórn Feykis, svæðisfréttablaði Norðurlands vestra, þegar Óli Arnar Brynjarsson tekur við ritstjórastarfinu þann fyrsta ágúst nk. af Páli Friðrikssyni, sem gegnt hefur því embætti í tíu ár samanlagt. Ekki þurfti langt að leita að eftirmanni Páls því Óli Arnar hefur starfað hjá Nýprenti í 18 ár og unnið að einu eða öðru leyti við Feyki í tæp 20 ár.
Meira

Menningarhús verður byggt á Sauðárkróki - Áætluð verklok verði 2027

Á atvinnulífssýningunni „Skagafjörður : Heimili Norðursins“ sem sett var í morgun í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki, rituðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, undir samkomulag um byggingu Menningarhúss á Sauðárkróki en það var einmitt á atvinnulífssýningu á sama stað sem viljayfirlýsing var undirrituð um framkvæmdina 2018.
Meira

Stólarnir máttu þola tap í Egilshöllinni

Önnur umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu var spiluð í gærkvöldi og lið Tindastóls heimsótti Vængi Júpíters í Egilshöllina í Grafarvogi. Markalaust var í hálfleik en mörkin komu í síðari hálfleik og það voru heimamenn sem höfðu sigur. Lokatölur 3-1.
Meira